Hegðun utanríkisráðherra Mottaki ekki til fyrirmyndar
4.5.2007 | 12:58
Bandaríkjamenn slitu samband sitt við Írana árið 1980. Það eru núna 27 ár síðan og kannski tímabært að þessir aðilar komi sér saman aftur í þeim tilgangi að ná samkomulagi um frið, samstarf og sameiginleg markmið. En G.W.Bush er kannski ekki rétti maðurinn í þetta, og því vona ég að Barack Obama verði næsti forseti Bandaríkjanna. Ég tel það mun líklegra að hann muni ná árangri með nýrri utanríkisstefnu.
Rice er öflugur stjórnmálamaður. Kannski hefði hún átt að vera utanríkisráðherra næsta forseta. Hún hefur staðið sig vel, enda er ekki einfalt að vera utanríkisráðherra Bandaríkjanna(sérstaklega núna). En þessi vandarmál eru ekki einungis Bandaríkjamönnum að kenna. Íranar og Írakar bera einnig ábyrgð. Hegðun utanríkisráðherra Írans, Manouchehr Mottaki, er ekki til fyrirmyndar.
Alþjóðastjórnmálin eru flókin, enda eru fræðimenn ekki einu sinni sammála um hvað hnattvæðing er eða hvernig ríki eiga að hegða sér í henni. Ég fer í próf í Alþjóðavæðingu núna kl 1330. Kannski fær maður spurningu um samskipti ríkja í alþjóðavæðingunni eða eitthvað tengt öryggi.
Íranar saka Bandaríkin um að bera ábyrgð á hryðjuverkum í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.