President Sarkozy

Sarkozy mælist með 55% fylgi. Royal einungis 45%. 91% Frakka hafa gert upp hug sinn.

Ég byrjaði að blogga um þessar kosningar eftir fyrstu umferð. Þegar ég hafði ekki kynnt mér kosningarnar, þá reiknaði ég með því að Royal var nokkuð örugg með þetta. Alla vega samkvæmt fréttaflutningi hér á landi. 

Það er ánægjulegt að vinstrimenn tapa fylgi og var það sem forsetaframbjóðenda þeirra sagði fyrr í dag til skammar. Úr frétt á mbl.is: "Segolene Royal varaði í morgun við því að Frakkland gæti orðið vitni að ofbeldi og átökum ef Nicolas Sarkozy vinnur forsetakosninguna á sunnudaginn kemur..."

Nú veit ég ekki hvenær þessi könnun var framkvæmd, hvort dagurinn í dag hefur haft einhver áhrif. En það er alveg klárt mál að slíkar árásir hafa öfug áhrif og mun hún bara tapa á þessu.

mbl.is Sarkozy eykur enn forskot sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband