Wolfowitz í vandræðum

paulwolfowitz_wideweb__470x341,0Þessi frétt á mbl.is segir afskaplega lítið um málið. Leiðinlegar þessar stuttu skyndifréttir. Styrmir Gunnarsson(ritstjóri Morgunblaðsins) sagði í vor, þegar hann heimsótti okkur í stjórnmálafræðinni, að Morgunblaðið væri að reyna finna leiðir til að ná til nýrra kynslóða sem hefur sjaldan tíma til að lesa fréttir. En það er nú leiðinlegt þegar fréttirnar eru þetta stuttar og frekar innihaldslausar. Oft þarf að fylgjast með mbl.is allan daginn til að ná allri sögunni þar sem stór mál eins og Wolfowitz-málið koma í 3, 4 eða 5 hlutum yfir daginn. Jafnvel fleiri. Stundum þarf að hafa lesið allar fréttir á mbl.is um málið til að skilja út á hvað það gengur. Vantar til dæmis tengla inn á eldri fréttir um sama mál.

Wolfowitz í vandræðum
Þetta með Paul Wolfowitz, forstjóra Alþjóðabankans, er nokkuð spennandi. Starfsmenn bankans, Demókratar í Bandaríkjunum og anti-Bush-fólk um allan heim vilja núna neyða Wolfowitz til að segja af sér. Ekki er hægt að vera annað en sammála ef allt er satt sem andstæðingar forstjórans segja. Ef Wolfowitz nýtir sér spillingu til að hækka laun kærustu sinnar (var komin upp í 200.000 dollara í árslaun) þá er hann kannski ekki hæfasti aðili til að sinna stöðu forstjóra Alþjóðabankans. Bankinn starfar víða um heim og veitir ríkjum lán til að bæta efnahagskerfi þeirra ásamt því að vinna gegn til dæmis spillingu.

Mig grunar samt að þetta sé frekar lítið mál en að valdabaráttan í pólitíkinni geri þetta að stórmáli. Þetta snýst örugglega bara um vald og að skaða forseta G.W.Bush. Ekki er það G7 sem tekur ákvörðun í þessu máli, heldur er það stjórn Alþjóðabankans. Þeir verða sjálfir að koma sér saman um hvort hægt sé að treysta Paul Wolfowitz. Japanar tóku afstöðu með Bandaríkjamönnum sem óska eftir því að hann haldi áfram störfum sínum og reikna ég með því að Nicolas Sarkozy, nýi forseti Frakklands, taki einnig afstöðu með þeim þegar hann tekur formlega við forsetaembætti sínu.

bell1En Kanada var á móti því að Wolfowitz myndi halda áfram starfi sínu. Einnig hefur John Edwards, frambjóðandi í prófkjöri Demókrata í Bandaríkjunum, sagt meðal annars: "America's ability to lead in the fight against global poverty is undermined with Paul Wolfowitz at the helm of the World Bank. He should resign". Styttist í forsetakosningar í Bandaríkjunum og örugglega margir sem vilja nýta sér þetta tækifæri til að skjóta á Repúblikana sem Wolfowitz hefur í kringum sig.


mbl.is Bandaríkjunum tókst ekki að fá G7 ríkin til að styðja Wolfowitz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband