Forseti Íslands ætti að segja af sér...

... það er að minnsta kosti mín skoðun. Hver er eiginlega tilgangur þessa embættis? Þeim bíður verðugt verkefni sem munu á næstu mánuðum eða árum endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins og þá sérstaklega endurskoðun á  hlutverki, tilgangi og starfsreglum embættis forseta Íslands. Í ljósi atburða síðustu daga er alveg ljóst að skýrari ramma þarf að setja utan um embættið.

Forsetinn

Ólafur Ragnar Grímsson heldur að hann geti búið sér til nýtt umhverfi og starfsreglur sjálfur. En þar gengur hann út fyrir allar hefðir og það kallast sjálftaka. Þetta er því bara enn eitt íslenska dæmið um sjálftöku valds. Slíku eigum við að sporna gegn.

 


mbl.is Söguleg ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Mér finnst reyndar að Herra Ólafur hafi gert hluti í sinni forsetatíð sem snerta og heilla mjög margan landann. Hann hefur sannarlega sett spor sín í þetta embætti og gert það mannlegra og fært það nær fólkinu í landinu einhvern veginn. Persónulega er ég hrifinn af því hve mikið kappinn er að brjóta upp hefð og reglur - og ég er handviss um að stór hluti þjóðarinnar er ánægður með það líka. Ég myndi vilja sjá embætti forseta Íslands verða virkara í ýmsum málum. Ég myndi vilja sjá forseta Íslands brjóta gegn fleiri hefðum og fleiri reglum. Já, mér finnst Ólafur Ragnar Grímsson stórkostlegur náungi sem kallar ekki allt ömmu sína - allra síst hefðir og reglur. Er ánægður með kallinn ...

Tiger, 1.2.2009 kl. 16:56

2 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Ertu ánægður með að forsetinn hafi komið í veg fyrir fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar á sínum tíma? Það er að segja, ánægður með að hafa komið í veg fyrir endurskoðun á eignarhaldi fjölmiðla?

Reynir Jóhannesson, 1.2.2009 kl. 17:05

3 Smámynd: Björn Grétar Sveinsson

þú ert greinilega einn af þeim sem hefur ekki séð til sólar að hafa frábærann forseta .ykkur sem eruð með þetta króníska f hlýtur að lýða illa . það var það eina rétta af forseta vorum að stöðva fjölmiðla óskapnað Davíðs og verst að ekki skildi vera stöðvað fleira frá ógnarstórnar tímanum´björn grétar sveinsson

Björn Grétar Sveinsson, 1.2.2009 kl. 17:13

4 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Var það að tryggja dreifingu á eignarhaldi fjölmiðla "óskapnaður"?

Reynir Jóhannesson, 1.2.2009 kl. 17:38

5 identicon

Bjorn Gretar ertu humoristi eda fifl?

assi (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 17:38

6 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Samfylkingarnar bera höfuðábyrgð á, að hið ágætu fjölmiðlalög ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar komu ekki til framkvæmda. Mörður Árnason (SF), vikapiltur og vinur ÓRG stóð í skítverkunum að vanda og því fór sem fór.

Við stæðum kannske ó öðrum sporum í dag, ef við ættum ekki athyglissjúkan forseta.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 3.2.2009 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband