Stefnan sett fyrirfram?

Hvernig stendur á því að þeir stjórnmálamenn sem tala um stjórnlagaþing (nýja stjórnarskrá), nýtt lýðveldi, nýtt lýðræði og fleira í þeim dúr móti sér stefnu fyrirfram á sínu 80 daga stjórnartímabili, á undan allri lýðræðislegri og faglegri umræðu? Hér situr minnihlutastjórn vinstrimanna og talar um að ganga í grundvallar breytingar á lýðræðiskerfi okkar Íslendinga. Sjálftaka valds segi ég nú bara.

Mbl.is: Kosningalögum verður breytt með þeim hætti, að opnað verður á möguleika þess að taka upp persónukjör í kosningum til Alþingis, helst þannig að þær komist til framkvæmda í kosningum í vor. 

 

Ég hef ákveðnar hugmyndir um hvernig við getum breytt kosningaaðferð okkar Íslendinga með það markmið að leiðarljósi að fólk geti haft meiri áhrif á hvaða persónur hljóta þing- eða bæjarstjórnasæti. Það þarf ekki að leita lengra en til Noregs þar sem eftirfarandi er hægt á kjörseðli:

1) Strika út frambjóðenda af þeim lista sem kjósandi kýs. 

2) Veita einstökum frambjóðendum þess lista sem kjósandi kýs "auka-atkvæði" sem hefur einungis áhrif á uppröðun frambjóðenda á listanum. Með því að haka við tiltekna frambjóðendur sem kjósenda líst best á, bætist 0,25% atkvæði við þá frambjóðendur. Listinn sjálfur fær ekki betri kosningu með fleiri auka-atkvæðum heldur hefur það einungis áhrif á uppröðun listans eins og tekið er fram hér að ofan.

3) Á bakhlið kjörseðils má setja nöfn frambjóðenda annarra lista sem einnig eru í framboði. Ef frambjóðandi er skrifaður á bakhlið kjörseðilsins fær hann eða hún "auka-atkvæði" upp á 0,25%. Það atkvæði hefur ekki áhrif á fylgi flokksins sem viðkomandi er frambjóðandi fyrir heldur einungis stöðu hans eða hennar á lista viðkomandi.

Með þessum hætti tel ég að við kjósendur eigum að geta refsað og verðlaunað einstökum frambjóðendum. Ég er ekki fylgjandi því að ganga í algjörlega opið persónukjör þar sem einstaklingar fá að bjóða sig fram hægri vinstri. Það verður ekki hægt að kynna sér öll framboðin og sú leið tryggir því engan veginn að sá "besti" eða "hæfasti" verði valinn. Sem er markmið okkar er það ekki? Flokkarnir geta einnig veitt ákveðið aðhald og getum við Íslendingar mótað okkur þá flokkastefnu sem við viljum. Því er ég fylgjandi því að hafa flokkakerfi.

Það eru að mínu mati ákveðin vonbrigði að núverandi minnihlutastjórn vinstrimanna ætli að móta sér stefnu fyrirfram í þessum málum.. á undan nefndu stjórnlagaþingi... á undan lýðræðislegri og faglegri umræðu. Það hlýtur að vera markmið að breyta til hins betra, ekki bara breyta breytinganna vegna.


mbl.is Opnað fyrir persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband