Lög um Seðlabanka Íslands

Mikilvægt: "Núgildandi lög voru samin í heild og nutu stuðnings allra flokka á þingi." Átti kannski Sjálfstæðisflokkurinn einn að geta spáð fyrir um framtíðina? Fram kemur í fréttinni að þær breytingar sem lagðar eru til myndu engu breyta um stöðu eða styrk bankans til að hafa áhrif á atburðarás eins og þá sem varð.

Nú krefst ég þess sem kjósandi að ALLIR FLOKKAR (líka Sjálfstæðisflokkurinn) fari nú að vinna þetta faglega og hætta væli um ómerkileg aukaatriði. Endilega breyta lögunum til að efla Seðlabanka Íslands... en við vitum til dæmis að fjöldi bankastjóra seðlabankans var ekki að valda hruni íslenskra banka heldur voru það aðrir þættir. Því tel ég eftirfarandi athugasemd seðlabankastjóra alvarleg:

Ríkt tilefni væri til að fara yfir skyldur Seðlabankans við slíkar aðstæður, þau úrræði sem honum eru búin og verkaskiptingu stofnana á borð við Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlit, svo dæmi sé tekið. Nú þykir mörgum sem láta sig þessi mál varða og best þekkja til að rétt sé að kanna hvort ekki eig að efla fjármálaeftirlit við yfirsýn og yfirstjórn regluverks á fjármálamarkaði (regulation) en um leið styrkja umsjónarvald og ábyrgð Seðlabanka gagnvart bankalegum þáttum (supervision, inspection) og draga um leið úr gráum svæðum milli slíkra stofnana. Fyrirliggjandi frumvarp tekur ekki með neinum hætti á slíkum þáttum né öðrum jafn brýnum. Þetta eru þó þeir þættir sem mest eru ræddir í þeim löndum sem let hafa í áþekkum efnahagslegum áföllum og Ísland.

mbl.is Gagnrýna Seðlabankafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband