R-listi á Alþingi?

Ég segi bara eins og Dögg Pálsdóttir segir á sínu bloggi um þetta mál, hjá Framsókn eru ráðherrastólarnir númer 1 og málefnin númer 2. Eða hvað? Einhver ósammála? Að mínu mati er svakalega R-lista-lykt af þessu öllu. Við munum nú hvernig slík samsteypa hagaði sér í Reykjavík á sínum tíma. Fjármálastjórn R-listans fékk falleinkunn í Reykjavík. Óverjandi hallarekstur og skuldasöfnun í mesta góðæri íslandssögunnar. Kemur kannski engum á óvart... alla vega ekki þegar í síðari umræðu um ársreikning Reykjavíkurborgar árið 2006 sagði Svandís Svavarsdóttir (VG):

...það er ekki áhugi á ársreikningum og fjárhagsáætlunum sem dregur mig í pólitík

  

Ég vil ekki svona óstjórn á Alþingi.


mbl.is Vill vera í vinstri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna vann R-listinn þrjár kosningar í röð?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 18:39

2 identicon

Hvar hefur þú verið síðustu átján ár, landið er á hausnum og hverjir hafa stjórnað ekki Rlistinn fólk verður að fara opna augu og skafa úr eyrum 

disa (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 19:25

3 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Svavar: Af hverju vann R-listinn þrjár kosningar í röð? Spurningin ætti heldur að vera: af hverju tapaði R-listinn síðustu kosningu? Svarið er einfalt... þá var allt ruglið í fjármálum borgarinnar komið upp á yfirborðið.

Dísa: Ég er alveg sammála þér. Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert saklaus í öllu þessu rugli sem við erum að upplifa. En þrátt fyrir gerð mistök treysti ég bara ekki Steingrími Joð og Jóhönnu Sig fyrir endurreisn Íslands. Þetta er bara mín skoðun. Hins vegar treysti ég þessu nýja fólki sem er á leið inn í forystu Sjálfstæðisflokksins fyrir endurreisninni.

Reynir Jóhannesson, 5.3.2009 kl. 20:52

4 identicon

Reynir: Það er ekki bara gamla liðið í sjálfstæðisflokknum það græðgisstefnan hjá flokknum og spillingin, það breytist ekkert með nýju græðgis- og spillingaliði. það er margt ágætisfólk í flokknum en það fer bara eftir stefnunni og hefur enga sjálfstæða skoðun því miður.

disa (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband