Hvar er Hörður Torfa?

Hvar er Hörður Torfa og mótmælin núna? Þessi ríkisstjórn situr aðgerðalaus, seðlabankastjórinn situr aðgerðalaus.... og öllum er alveg sama? Voru mótmælin bara skipulögð svo VG kæmist í ríkisstjórn eða var í alvöru verið að mótmæla "ástandinu"? Því ekkert hefur breyst hvað "ástandið" varðar...
mbl.is Krónan veikst með nýrri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Skora á þig að skipuleggja mótmæli sjálfur.
Það er enginn sem eru i mótmælaútgerð.
Það er margt að gerast en þessi ríkistjórn hafði bara nokkrar vikur til stefnu.

Heidi Strand, 14.4.2009 kl. 14:50

2 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Þessi mótmæli voru skipulögð á skrifstofu VG. Það átti bara að koma Sjálfstæðisflokknum frá, fá nýjan seðlabankastjóra, kosningar strax og nota svo kosningarnar sem afsökun fyrir því að gera ekki neitt. Ef "þjóðin" væri þarna að mótmæla... þá væri hún ennþá á Austurvelli.

Staðan í dag: aðgerðalaus ríkisstjórn, aðgerðalaus seðlabankastjóri frá Noregi með íslenska krónu í frjálsu falli = verðbólga væntanleg = auknar verðbætur ofaná verðtryggðu lánin og hækkun lána sem eru gengistryggð.

Reynir Jóhannesson, 14.4.2009 kl. 15:02

3 Smámynd: Reynir Jóhannesson

...og svo heyri ég þetta svo oft: "þessi ríkisstjórn hafði bara nokkrar vikur til stefnu"

Af hverju er það einhver afsökun? Þótt lögin eru ekki samþykkt fyrir kosningar, af hverju eru ekki neinar lausnir í vinnslu? Greiðsluaðlögun er engin lausn.

Af hverju mynda ríkisstjórn bara til að afsaka aðgerðaleysi?

Reynir Jóhannesson, 14.4.2009 kl. 15:05

4 Smámynd: Ibba Sig.

Hættu að apa allt upp eftir áróðursmeisturunum í Valhöll. Þessi mótmæli voru ekki skipulögð af VG. Ég, og fullt af fólki sem ég þekki, tók virkan þátt í þessum mótmælum en er ekki í VG.

En það var gott að koma Sjálfstæðisflokknum frá, og afar þarft eins og nú hefur komið í ljós. 

Tek undir með Heidi Strand, ef þér finnst mótmæli við hæfi nú farðu þá niður á Austurvöll og mótmæltu. Svoleiðis var þetta og svoleiðis verður þetta áfram. 

Og ég er bara víst þjóðin...a.m.k. hluti af henni.

Ibba Sig., 14.4.2009 kl. 15:10

5 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Og ykkur er til dæmis alveg sama um aðgerðaleysi seðlabankans?

Reynir Jóhannesson, 14.4.2009 kl. 15:12

6 identicon

Það er svolítið skrýtið að þessi mótmæli sem VG á að hafa stjórnað voru skipulögð af Herði Torfasyni sem ég held að sé í Samfylkingunni. Allavega hef ég séð hann á myndum tengdum viðburðum hjá Samfylkingunni en aldrei rekist á hann á neinu sem tengist VG. Þetta gæti náttúrulega verið alveg últravel skipulagt leynimakk en meiri líkur eru að á að sögur af meintri stjórn VG á mótmælunum séu tilbúningur örvæntingafullra Sjálfstæðismanna.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 15:16

7 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Þakka áhugaverðar athugasemdir en ég bið nafnlausa bloggara um að gera ekki athugasemdir - slíkt fer beint í ruslið. Varðandi VG og mótmælin þá er þetta engin "saga" heldur staðreynd: http://gislifreyr.blog.is/blog/gislifreyr/entry/848041/ (ef þeir skipulögðu þetta ekki sjálfir, þá gerðu þeir þetta að sínu aðal verkefni/máli)

En já, þetta virðist þannig séð (fyrir suma) bara snúast um hvaða flokkar sitja í ríkisstjórn, ekki lausnir fyrir heimili og fyrirtæki. Þessi bloggfærsla mín er vissulega skot á skipuleggjendur mótmælanna en ekki það fólk sem mætti niður á Austurvöll til að mótmæla aðgerðaleysi - því ég er alveg sammála því að fyrri ríkisstjórn hefði átt að gera meira og mistök voru gerð.

En skilaboðin eru einnig þau að "ástandinu" sem var mótmælt er ennþá til staðar.

Reynir Jóhannesson, 14.4.2009 kl. 15:49

8 identicon

Já, Gísli Freyr er alltaf traustur. Hann veit til dæmis ekki að þarna er UVG með höfuðstöðvar en ekki VG. Ég veit að þú vildir ekki ránfuglinn burt en ertu ósáttur við að UVG setji skilti í gluggann sem stendur á "Burt með spillinguna"?

Allir sem komu nálægt mótmælunum vita að VG hafði enga stjórn á því sem gerðist þar. Vissulega voru margir flokksmenn á staðnum en um leið var þar fólk úr Frjálslyndum, Framsókn, Samfylkingu og töluvert að fyrrverandi Sjálfstæðismönnu. Þessi söguskýring að VG hafi einhverju stjórnað þarna angar af örvæntingu.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband