Stefnuleysi

Steingrímur Joð, hvernig væri nú bara að ræða þessi mál opinberlega og gera athugun á því hvað fólkið í landinu vill. Stjórnvöld á Íslandi geta með tækni 21. aldar átt ágætis samskipti við sína borgara. Hér á landi búa 300.000 manns - afskaplega fáir miðað við annars staðar.

Það skiptir almenning afar litlu máli þótt það fjölgi við borðið inni í læsta, gluggalausa herbergi vinstristjórnarinnar. Almenningur er engu nær um hvert þið stefnið...

... þannig að kæra vinstristjórn, hvert stefnir þú?


mbl.is Allir kallaðir að borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvaða stefnuleysi er að þvælast fyrir þér Reynir? Er eitthvað annað upp á borðinu en farin verði hin svokallaða fyrningarleið?

Ef eitthvert stefnuleysi er á ferðinni er það hjá LÍÚ og hagsmunagæsluliði þeirra, sem hugsanlega geta hugsað sér að ræða breytingar á kerfinu, fyrst núna þegar þeir finna að fjarar undan því.

Fámennir fundir hagsmuaaðila síðustu daga, sem eðlilega hafa lýst mikill vandlætingu á gerðinni, eru klárlega ekki þjóðarvilji.  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.5.2009 kl. 00:13

2 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Vonandi mun þetta stefnuleysi hætta að þvælast fyrir mér á morgun .... alla vega í bili. En í þessari færslu minni er ég einnig að tala almennt - ekki einungis um þennan málaflokki sem þú nefnir.

Reynir Jóhannesson, 10.5.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband