It's true - and it's not over!

264292_258_preview.jpg

Uppfærsla: Samkvæmt ábendingu frá frænda mínum er orðið á götunni að atkvæði Gordons Brown hafi ráðið úrslitum fyrir Ísland í kvöld! :)

Ég er nokkuð viss um að fjöldi Íslendinga hefur fagnað því þegar fáni okkar birtist í síðasta umslaginu í Moskvu fyrr í kvöld. Hér hjá okkur var að minnsta kosti mikil spenna og jafnvel hundurinn virðist hafa áttað sig á þessum gleðifréttum. Loksins berast jákvæðar fréttir af Íslandi erlendis frá. Jóhanna stóð sig alveg frábærlega og það hefði verið alveg glatað ef hún væri ekki meðal 10 efstu í kvöld.

Hins vegar verð ég að segja að kynnarnir voru... hvernig á ég að orða þetta... lélegir. Brandarar þeirra voru oftar en ekki vandræðalegir eða að minnsta kosti nokkuð langt frá því að vera fyndnir. En kannski er það bara hluti af Eurovision pakkanum? :-/


mbl.is Ísland komið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Gunnarsdóttir

Ég átti nú bara í mesta basli með að skilja kynnana, þá sérstaklega karlinn. Þau voru a.m.k. ekkert sérlega fyndin þegar þau voru að ýta á takkann til þess að komast að því hvaða lönd hefðu komist áfram. En það er asskoti fínt að við komumst áfram, því nú verða Eurovisionpartý út um allan bæ.

Bið að heilsa!

Ásthildur Gunnarsdóttir, 12.5.2009 kl. 23:01

2 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Haha... já - þetta var frekar glatað hjá þeim. Annars var sviðið ekkert smá flott. Tæknimálin voru alla vega í lagi. :)

Reynir Jóhannesson, 12.5.2009 kl. 23:09

3 identicon

Vinalegi Cavalier hundurinn ykkar er greinilega fluggáfaður :-)

Steingrímur Joð (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband