Bloggfríi fer brátt að ljúka

Ég hef heldur betur slakað á í blogg- og greinaskrifum undanfarið. Ástæðan er einfaldlega sú að Ásta Hrund og ég tókum þá ákvörðun að gifta okkur og hefur sumarið svo sem farið í að vinna, skipuleggja brúðkaupið og svo loksins fórum við í smá ferð um landið. Brúðkaupsferð innanlands var mögnuð upplifun. Vá! hvað við búum á fallegri eyju. Kannski mun ég geta deilt með ykkur nokkrum stuttum vídjóklippum og myndum af þessari ferð okkar. En læt hér fylgja eina mynd af okkur hjónunum á brúðkaupsdeginum.

Vonandi mun ég finna tíma í bloggskrif á ný fljótlega. Ástandið hér á landi kallar á öfluga þjóðfélagsumræðu og mun ég ekki láta mig vanta þar á bæ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband