Þverpólitísk samstaða á Austurvelli

Þetta var góður fundur, en alls engin endastöð. Heldur bara byrjunin á baráttunni fyrir hag þjóðarinnar. Að samþykkja Icesave hefur sínar afleiðingar en að sjálfsögðu verða einnig átök ef/þegar núverandi samkomulagi við Breta og Hollendinga verður hafnað. Þessar fyrrverandi nýlenduþjóðir munu neyðast til þess að koma aftur að samningaborðinu.

Samstöðufundur Íslendinga á Austurvelli í dag var langt frá því að líkjast átökunum s.l. vetur. Í kvöld var engin krafa lögð fram um að ríkisstjórnin segi af sér... af hverju ekki? Vegna þess að nú þurfum við að ljúka þessu Icesave máli með farsælum hætti og leggja til hliðar um stund hina innlendu flokkspólitísku baráttu. Við þurfum niðurstöðu sem íslensk þjóð getur bæði sætt sig við og staðið undir.


mbl.is 3000 á samstöðufundi InDefence
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Sjálfstæðismenn vilja ekki kommunista við völd á Islandi.Því vilja þeir sprengja rikisstjórnina.

Árni Björn Guðjónsson, 13.8.2009 kl. 22:51

2 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Ég mun aldrei styðja þessa ríkisstjórn. Ég hef fengið nóg af Samfylkingunni. Ég mun alltaf berjast gegn öllum kommunistum. En málið er bara þannig núna að ég tek mér örstutt hlé til að standa með öllum þeim Íslendingum, sama hvar í flokki þeir standa, um að krefjast lausnar í Icesave málinu sem íslensk þjóð getur staðið við.

Þakka þér fyrir athugasemdina Árni Björn.

Reynir Jóhannesson, 13.8.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Samstaða er nauðsynleg um þetta mál, og reyndar öll mál. Virkja verður þingræði á ný en það hefur verið kæft niður síðustu áratugi. Ég var frekar ánægður með fundinn fyrir utan eitt ræðukvendið sem þjáðist af alvarlegri veruleikafirringu, taldi að það hafi bara verið síðustu mánuði sem leynimakk hefði tíðkast á Alþingi.

Reynir ég treysti því að þú að berjist einnig gegn þeim kommúnistum sem eru í Sjálfstæðisflokknum, sá flokkur siglir undir fölsku flaggi. Raunar óska ég eftir trúverðugum hægri flokki sem er ekki skipaður glæpamönnum. Eitt sinn siðblindur, ávallt siðblindur. Rétt eins og það er ekki hægt að afhomma menn.

Ég get ekki tekið undir að það hafi ekki verið vinstri menn þarna, það var heldur betur klappað og hlegið í dag þegar Einar Már talaði hlýtt til kommúnisma og mest þegar hann hæddist sérstaklega að stjórnvöldum síðustu ára. Eru Sjálfstæðismenn þannig að þeir klappa fyrir öllum eins og á landsfundinum? Klappa með og á móti Davíð. Kom reyndar vandræðaleg þögn í lokin á flutningi Einars í dag þegar fólkið á vellinum áttaði sig á því hverju það var að klappa fyrir.

Að stimpla alla kommúnista er vafasamt enda eru Vinstri Grænir og Sjálfstæðismenn næst því að teljast kommúnistar.

Ég tek það fram að ég styð ekki Samfylkinguna, hún siglir einnig undir fölsku flaggi eins og reyndar næstum allir aumingjar sem aðhafast í stjórnmálum, fátt í þessu kerfi sem verðlaunar heiðarleika enda er slíkt kúgað niður í öllum flokkum.

Gegnsæi, frelsi, lýðræði! Burt með boltabullurnar og flokkseigendur. Eigðu góða stundir.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn blessi Ísland AHAHAH Megum við öðlast sjálfstæði að nýju.

Björn Halldór Björnsson, 14.8.2009 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband