Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Ericsson tapar 1.100 milljörðum

EricssonEricsson hrynur um andvirði norska olíufyrirtækisins Norsk Hydro. Sænska fyrirtækið Ericsson er á fullri leið niður þessa daga. Verðmat fyrirtækisins hefur fallið um það bil 1.100 milljarða ISK, kringum 24%. Norskir fjölmiðlar taka það fram sem samanburður að verðmæti Norska olíufyrirtækisins, Norsk Hydro, er í kringum 1.100 milljarða ISK. Ekki eru þetta skemmtilegir dagar fyrir forstjóra fyrirtækisins, Carl-Henrik Svanberg. Áður þekktur sem snillingurinn í kauphöllinni.

www.DN.se

www.e24.no 


Fjölmiðlamenning

Er með pistil á Deiglunni í dag: Stundum veltir fólk fyrir sér af hverju einn atburður verður að frétt og ekki annar. Af hverju hefur ekki verið fjallað meira um Darfur málið? Af hverju fékk Írakstríðið svona mikla athygli? Svar við þessu leynist kannski í rannsóknum sem voru gerðar fyrir um fjórum áratugum síðan. Þær virðast enn geta útskýrt val fréttamanna á efni, þrátt fyrir að vera frekar gamlar og að allt umhverfi fjölmiðla hafi breyst verulega. Hver er staðan og hvernig er til dæmis íslensk fjölmiðlamenning? LESA MEIRA

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband