Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Darfur ekki á dagskrá?

Þetta var alveg nauðsynleg ákvörðun. Það mætti jafnvel senda fleiri friðargæsluliða. En hvað með framhaldið? SÞ hafa bara verið að framlengja aftur og aftur... Er ekki Darfur að fara komast á dagskrá alþjóðasamfélagsins? 
mbl.is Dvöl friðargæsluliðs SÞ í Súdan framlengd til 31. október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfó og Vinstri grænó í stjórn?

426973AÓska VG til hamingju með þetta fylgi. Það er alveg klárt mál að jafnaðarmenn á Íslandi hafa ekki fundið sér einn sterkan flokk, sem átti nú að vera Samfylkingin. Kannski finna sér nýtt nafn? T.d. "Fylkingin".

Ríkisstjórnin virðist nú ekkert vera í neinni hættu. Það virðist samt vera einhver pirringur í framsóknarmönnum, þannig að ég held að það sem verður spennandi er hvort sjálfstæðismenn ákveða að fara aftur í stjórn með framsóknarmönnum. Ef þetta verða úrslit kosninga, þá er nokkuð öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn verði þar í forystu.

Nema Samfylkingin, VG og Framsóknarmenn ná saman? :P 


mbl.is Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama 2008

ClintonObamaÞað hefur verið athyglisvert að fylgjast með honum Barack Obama. Allt virðist ganga mjög vel og hann hefur klárlega náð sér í góðan PR-fulltrúa.

Hann hefur sýnt það að hann hefur nægilega reynslu og þekkingu til að geta verið forseti. Með Obama sem forseta í Bandaríkjunum, þá er ég nokkuð viss um að miklar breytingar verði á alþjóðastjórnmálunum. Það eru, að mínu mati, mikil þörf fyrir bætt samskipti og nýja aðferðafræði hvað varðar utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Til að það geti tekist þá þarf nýtt fólk inn í Hvíta Húsið, ekki gamla forsetaparið aftur. Hillary Clinton er flott kona og flottur stjórnmálamaður. En það er einfaldlega bara rangt að senda Clinton hjónin aftur í Hvíta Húsið. Þau fengu sín átta ár. 

Barack Obama 
www.barackobama.com

www.myspace.com/barackobama

Hillary Clinton 
www.hillaryclinton.com

www.myspace.com/hillaryclinton 


mbl.is Demókratar tókust á í sjónvarpskappræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju Qwerty lyklaborð?

QwertySkemmtilegur pistill sem birtist á deiglunni í gær. Það er hún Hrefna Lind Ásgeirsdóttir (hugbúnaðarverkfræðingur) sem skrifar um lyklaborðin sem við notum nú á dögum. Af hverju notum við til dæmis þetta lyklaborð sem heitir "Qwerty"?

"Lyklaborðið kallast QWERTY lyklaborð eftir fyrstu bókstöfum efstu raðar en það var hannað af Christopher Sholes árið 1860. Í þá daga notuðust menn við ritvélar þar sem uppsetning lyklaborðsins var eftir stafrófsröð.(...) Ritvélarnar voru hannaðar þannig að þegar ýtt var á takka lyklaborðsins slóst upp armur með tilheyrandi staf.(...)Ef slegið var of ört á takkana náðu armarnir ekki að komast í upphafsstöðu áður en næsti fór upp og því flæktust þeir oft á tíðum saman."

Pistill: Hver vegna þetta lyklaborð? 


Hvað mun þetta kosta?

norðmenn kortÉg skil ekki hvernig Norðmenn, með þessum samningi, eru að vernda sjálfstæði Íslendinga. Það er nú einmitt þannig að á friðartímum er varla þörf fyrir slíkri hernaðarlegri vernd. Í fréttagreininni á mbl.is er sagt frá því að: "Norsk stjórnvöld hafi undirstrikað, að samkomulagið megi ekki túlka með neinum hætti þannig að Norðmenn axli ábyrgð á vörnum Íslands komi til hernaðar heldur hafi Bandaríkin og NATO eftir sem áður þá ábyrgð." Nato og Bna bera einmitt ábyrgðina hvað varðar fullveldisvernd Íslendinga. Þannig séð er einfaldlega rangt að segja að Norðmenn vilja með þessu vernda íslenskt sjálfstæði eða fullveldi.

En það virðist nú ekki vera hægt að gera mikið núna, þar sem þeir virðast vera komnir með drög að samningi og eru að fara skrifa undir. Það sem ég vill þá fá að vita er hvað þetta mun kosta íslenskum skattgreiðendum. Það væri gaman ef íslenskir fjölmiðlar mundu reyna finna út úr því fyrir okkur. Það getur ekki verið að Norðmenn ætla sér að gefa Íslendingum þessa "flottu fullveldisvernd" ókeypis?! Norski herinn á nú þegar erfitt með að fjármagna sína starfsemi og get ég ekki séð hvernig þeir ætlast til að fjármagna þessar aðgerðir sjálfir.

Mín skoðun er sú að við eigum að dýpka samstarf okkar við nágrannaþjóðir á sviði varnar- ogíslenskt varðskip 2009 öryggismála. En það á að vera á borði landhelgisgæslunnar þegar kemur að þátttöku Íslendinga. Við eigum að efla okkar eigin landhelgisgæslu til að ávallt geta boðið íslenskum skattgreiðendum(þeir sem borga reikninginn) upp á góðu þjónustu á sviði varnar- og öryggis. Ekkert mál að gera samkomulag um sameiginlega þjálfun og auknu samstarfi um björgunarmál.

Hvar eru svo þeir sem mótmæltu viðveru Bandaríkjamanna á Miðnesheiðinni? Af hverju er þessu ekki mótmælt? Eru þeir ekki alvöru herstöðvaandstæðingar?


mbl.is Samstarf við Norðmenn um öryggismál gildir aðeins á friðartímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirskriftasöfnun - Vaka vill fleiri stúdentagarða

Stúdentafélagið Vaka vekur athygli á húsnæðisvandamálum stúdenta. Hvetjum alla til að skrifa undir og látum nú í okkur heyra.  

En það hefur verið mikið á dagskrá Vöku eftir kosningarnar í febrúar sl. Félagið hefur meðal annars staðið fyrir málþingi þar sem allir stjórnmálaflokkarnir tóku þátt og núna undirskriftasöfnun. Verð nú að segja að mér finnst þetta vera frekar öflugt og Vaka með einungis fólk í sjálfboðastarfi er að toppa Stúdentaráð sem leiðandi hagsmunaaðili stúdenta. Röskva er með þrjá launaða starfsmenn á skrifstofu stúdentaráðs. (Tveir í 100% starfi + lánasjóðfulltrúa í 50% starfi).


Sarkozy tekur þetta!

Fyrsta umferð í forsetakosningu Frakka:

NicolasSarkozy

Royal

 

 

 

 

 

Sarkozy: 31,1% vs. Royal: 25,8%
 

 

 

 

 Francois Bayrou: 18,6%

 

 

Le Pen Jean-Marie - Damien Lafargue

 

 

 

 Jean-Marie Le Pen: 10,5%

 

 

Nú hefst kosningabarátta á ný í Frakklandi og Sarkozy þarf að vera duglegur á næstu vikum. Royal er öflug og er ekki langt á eftir honum með sín 25,8%. Önnur umferð sem verður baráttan á milli Sarkozy og Royal fer fram 6. maí nk.


mbl.is Kosningabaráttan hefst á ný í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sarkozy vs. Royal

SarkozyRoyalÞað verður nú fínt fyrir Frakka að geta kosið sér nýjan forseta. Nýi forsetinn tekur við af Jacques Chirac, sem verið hefur forseti Frakklands undanfarin 12 ár. Kannski ekki alveg heppilegt að vera með sama forseta í yfir áratug. Það er nú ástæða fyrir því að Bandaríkin hafa sett takmörk hjá sér þar sem bandarískur forseti getur einungis setið 2xkjörtímabil(8 ár). 

En ég hef því miður ekki náð að fylgjast vel með þessari kosningabráttu, en maður getur nú ekki gert annað en að vona að hægri sigri vinstri. Vonandi verður Nicolas Sarkozy næsti forseti Frakklands. Hann er fulltrúi miðju-hægri stjórnmálanna, sem ætti nú að vera besti kostur Frakka.

En þessi kosning er einnig mikilvæg fyrir okkur. Úr frétt á bbc.co.uk:

"Whoever wins, says the BBC's diplomatic correspondent Jonathan Marcus, it will mark a change of political generation and perhaps a shift in French international priorities, making this election matter even to those outside France."


mbl.is Kjörstaðir opnaðir í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sammála

miðbærrvkÉg er ekki sammála þessu. Reykjavíkurborg á ekki að standa í slíkum fasteignakaupum. Núverandi eigendur bera ábyrgð á sinni eigin fjárfestingu og eiga sjálfir að koma þessu upp aftur eða selja öðrum einkaaðila sem hefur áhuga á því.

Það á ekki að gera kröfur um að götumynd haldi sér og verði sem næst því sem var. Það er einfaldlega bara rangt að Borgin verði að fara í þessi kaup til að hraða uppbyggingu. Ef það kviknar í húsinu mínu... ætlar borgin að koma og kaupa það til að "hraða uppbyggingu"?

Það er auðvita leiðinlegt þegar svona kemur fyrir í hjarta borgarinnar, en þetta er ekkert annað en mál einkaaðila!

MBL.IS: Reykjavíkurborg vill kaupa hús sem urðu eldi að bráð


State of the Union, 2007


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband