Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

1. apríl 2007

Morgunblaðið: http://www.mbl.is/mm/frettir/popup/gagnvirkt_blogg.html

Einhver sem veit hvað t.d. Fréttablaðið eða aðrir fjölmiðlar voru með?

Víðar Ragnarsson bloggar um 100 bestu 1. apríl göbbin

Nokkur dæmi:

•6. Amerísk útvarpsstöð 1992. Richard Nixon ætlaði að bjóða sig aftur fram sem forseti Bandaríkjanna. Slagoðið hans var: "Ég gerði ekkert rangt og ég skal ekki gera það aftur".

•8. Burger King 1998. Heilsíðuauglýsingar um nýja - Left-handed Whopper, Sérstaklega gerður fyrir 32 milljónir örvhenta í Bandaríkjunum.

•10. BBC Radio 1976. Sjaldgæft geimfræðilegt atvik átti að hafa augnabliks áhrif á aðdráttarafl jarðar. Með því að hoppa á réttum tíma ættu hlustendur að geta svifið um í loftinu í dálitla stund. Hundruðir hlustenda hringdu inn og sögðust hafa svifið...


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin niðurstaða.

Þetta er engin sigur. En já, sögulegar kosningar. Stjórnmálamenn í bæjarstjórn Hafnafjarðar sleppa við að taka þessa ákvörðun sjálfir og fela sig á bak við fyrirsagnir eins og til dæmis "Sögulegar kosningar" eða orð eins og "íbúalýðræði". Af hverju ekki bara koma upp kosningum reglulega og virkja íbúalýðræðið á fullu? Mánaðarlegar kosningar sem taka fyrir mál sem verða skilgreind sem: "Mál sem stjórnmálamenn þora ekki að afgreiða sjálfir" og "mál sem geta haft neikvæð áhrif á kjósendur við næstu kosningar". Eða bara sleppa yfir höfuð að hafa bæjarstjórn og koma sér yfir í fleiri sögulegar kosningar og fallegt íbúarlýðræði. Mætti bjóða Hafnfirðingum að taka að sér að vera tilraunarsveitarfélag?

En jæja.. er þá ekki bara málið að flytja álverið yfir í annað sveitarfélag, þar sem starfsemin er velkomin? Alcan nýtir sér kannski skaðabæturnar(sem ég reikna með að þeir fá) til að koma upp höfn í öðru sveitarfélagi?


mbl.is Lúðvík: Sögulegar kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband