Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Hryðjuverkamenn styðja rök Bandaríkjamanna
12.4.2007 | 14:25
Í frétt á mbl.is er sagt frá eftirfarandi: "Að sögn fréttaskýranda BBC í Írak eru sprengjuárásirnar tvær í dag mikið áfall fyrir Bandaríkjaher, en þrír mánuðir eru liðnir frá því öryggisgæslan í borginni var hert til muna."
Eins og ég nefndi í bloggfærslunni fyrr í dag, Sprenging: tveir þingmenn látnir, þá eru þessar árásir einungis að styrkja þau rök Bandaríkjamanna um að áframhaldandi viðvera hersins sé nauðsynleg í Írak til að tryggja öryggi og stöðuleika.
Ætli það sé markmið þessara manna?
Maliki: Tilræðið mun ekki veikja staðfestu þingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sprenging: tveir þingmenn látnir
12.4.2007 | 13:15
Nú á dögum reyna heimamenn að endurskipuleggja sig og byggju upp landið. En hver vill taka þátt í því, þegar ekki einu sinni þinghúsið fær að vera í friði? Það er lykilatriði fyrir framtíð Íraks að stjórnmálin fá að starfa í öruggu umhverfi, gefa þeim möguleika á því að koma á lýðræði í landinu. Þá getur almenningur sjálfur ákveðið hver og hvernig landinu er stýrt. Sjá bara Kúrdistan, þeir eru þarna í nágrenninu og þar er öryggið allt annað og lífskjör mun betri. Mjög athyglisvert að eina landsvæðið sem er að þróast í jákvæða átt er neitað sjálfstæði:P Þar skil ég ekki Bandaríkjamenn, þar sem þeir segja að Kúrdistan mun hagnast meira á því að vera hluti af Írak. hmmm....
En flestir fræðimenn eru nú sammála um það að lýðræði og öryggi eru lykilatriði í þróun ríkja nútímans. Sérstaklega til að geta tekið þátt í alþjóðavæðingunni. Þess vegna eru þessir aðilar sem sprengja þinghús og drepa þingmenn einungis að gera það erfiðara fyrir Bandaríkjamenn að yfirgefa svæðið. Ef það væri búið að koma á stöðuleika í Írak, þá væri mun erfiðara fyrir Bandaríkjamenn að færa rök fyrir áframhaldandi viðveru.
Sprenging í íraska þinghúsinu - tveir þingmenn látnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góð bankamenning á Íslandi
11.4.2007 | 14:40
Landsbankinn úthlutaði í dag styrkjum úr Menningarsjóði sínum til 75 góðgerðar- og styrktarfélaga og fékk hvert þeirra eina milljón króna.
Lista yfir félögin 75 má finna á vefsíðunni www.gottmalefni.is, en þeirra á meðal eru ABC barnahjálp, Blátt áfram, forvarnir vegna kynferðislegrar misnotkunar á börnum, Félag einstæðra foreldra, Forma - Samtök átröskunarsjúklinga á Íslandi, Klúbburinn Geysir, Regnbogabörn og Styrktar- og minningarsjóður skáta.
Þetta er góð bankamenning. Og auðvita Landsbankinn þar efst sem banki allra landsmanna í 120ár;)
75 félög fengu styrki úr Menningarsjóði Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lewis Black: Uppistand og umhverfismál
10.4.2007 | 22:17
Jæja.. á morgun þarf maður svo að mæta í tíma og skila skýrslum og ritgerðum. En var að bæta við myndbandi á myspacinu mínu. Lewis Black fer þar aðeins yfir meðal annars stöðu Bandaríkjanna í umhverfismálum. Ég er nokkuð viss um að Kyoto-bókunin geti verið fínt verkfæri í framtíðinni. En forsendan til þess er að mínu mati að fá Bandaríkin með í dæmið. Lewis Black spyr af hverju Bandaríkin hafa ekki skrifað undir bókunina... bara fyndið:PLewis on Late Show 8/30/02
Add to My Profile | More Videos
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einkaskóli án skólagjalda opnar í haust
10.4.2007 | 21:19
Var að lesa grein sem Helga Lára er með á Deiglan.com í dag um nýjan einkaskóla sem opnar í haust.
"Á dögunum var kynntur nýr menntaskóli sem tekur til starfa í haust. Allir nemendur fá fartölvur, engin hefðbundin próf verða til staðar og nám til stúdentsprófs tekur þrjú ár. Draumur í dós, eða hvað? Þessi nýji menntaskóli mun bera heitið Menntaskóli Borgarfjarðar og verða fyrstu nemendurnir teknir inn í haust."
"En það sem mér finnst athyglisverðast við þennan nýja skóla er að boðið verður upp á almenna námsbraut og starfsbraut fyrir fatlaða nemendur. Þar verður kennslan að fullu einstaklingsmiðuð og markmiðið verður að undirbúa nemendur fyrir þátttöku á vinnumarkaði. Mjög mikilvægt er fyrir fatlaða nemendur, sem almennnar námsbrautir henta ekki, að hafa góðan valkost til að þroska eigin hæfileika og getu."
Þetta er nú ekkert annað en glæsilegt. Hvernig ætla Vinstri grænó að mótmæla þessu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nær að sprengja Ísland en Íran
9.4.2007 | 14:42
Ekki allir á Íslandi sem fatta djókið en alla vega, þetta er bara fyndið.
" If we unleashed Shock and Awe in Reykjavik, we would generously compensate Iceland to the tune of, say, 275 percent of that country's $14 billion 2006 GDP a mere trifle in our giant federal budget. Furthermore, we would build, at our expense, an exact pre-bombing replica of their pulverized city, albeit with 21stcentury American plumbing and electronics. Could any reasonable people resist such generosity?"
"American companies such as Halliburton and Bechtel would be given the customary sole-source federal contracts to (a) rebuild Reykjavik after the Shock and Awe show and (b) build a giant subterranean bomb shelter in the mountain range south of Reykjavik before the show, to shield Iceland's population and art treasures from the exploding ordnance our bombers and ships would deliver."
"So there you have it. By doing Iran, we might just embarrass ourselves once more, as we have by doing Iraq. Why take that chance? A debt-financed bombing of Iceland would (1) modernize that country, (2) (2) create wealth in our economy, (3) demonstrate our military might abroad and (4) be cheaper. It's win-win-win all around."
Þessi maður er prófessor í stjórnmálahagfræði.
Nær að sprengja Ísland en Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Auglýsingabrella Írana staðfest
5.4.2007 | 15:24
Það er mikið rétt í þessu hjá Blair. Það má alls ekki með þessu slaka á gagnvart Írönum í öðrum málum. Ég er með bloggfærslu frá því í hádeginu í dag: "Auglýsingabrella ársins?". Mér finnst það nú vera nokkuð staðfest núna, að þetta var auglýsingabrella. Þegar Bretar segja engar samningaviðræður hafa farið fram og ekkert samkomulag hafi náðst af neinu tagi... samt eru strákarnir komnir heim með kampavín og sælgæti?
Ég vona að það sé rétt sem hann Blair segir, um nýjar samskiptaleiðir, þannig séð til að forðast hernaðaraðgerða. Ég reikna nú með því að þessar aðgerðir Íransforseta eiga eftir að gera mikið erfitt fyrir næstu skref Breta og Bandaríkjamanna.
En er forsetinn í alvöru að óska eftir friðsamlegu samstarfi? Er þetta ekki bara auglýsingabrella til að ná sér í stuðning meðal almennings í vestrænum ríkjum?
Ekki samið við Írana um lausn sjóliða að sögn Blair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Auglýsingabrella ársins?
5.4.2007 | 12:49
Ahmadinejad [1 - 0] Bush/Blair
Ahmadinejad sendir kannski fréttatilkynningu seinna í dag með fyrirsögninni: "Blair: Tekinn!!" eða "Face!!"
Sjóliðarnir komnir heim með vasa og sælgæti frá Ahmadinejad
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Erum við alþjóðleg?
2.4.2007 | 14:32
Forstjóri OMX Nordic Exchange á Íslandi, Þórður Friðjófsson, mætti til okkar í tíma fyrir uþb 2 vikum síðan. Námskeiðið heitir -Alþjóðavæðing og stjórnmál alþjóðahagkerfisins-. Ég spurði þar hvort Íslendingar fá þessa eftirsóttu athygli alþjóðasamfélagsins/fjárfesta. Við erum auðvitað nafli alheimsins þegar við Íslendingar tölum um aðra Íslendinga eða bara starfsemi tengd landinu. En hvernig er þetta í raun og veru, erum við að verða stór?
Þórður svaraði með því að benda á sjálfstraust Íslendinga. Hann sagði: -við erum öðruvísi. Til dæmis förum við beint í stór alþjóðleg fyrirtæki með hugmyndir, kynningar og framtíðarsýn. Það er ekki beðið eða óttast neitt. Þetta er hluti af því sem gerir íslenska fjárfestingaaðila sterka. Sjáum góð tækifæri, og reynum að nýta þau eins og við getum. Þetta skilar árangri-. Það er auðvitað áhætta í því að fara í útrás og fjárfesta í hitt og þetta. En það er líka áhætta falin í því að standa aðgerðalaus, bætti Þórður við. Við erum nú vonandi flest sammála um það, að sá sem tekur ekki áhættu getur ekki krafist þess að upplifa hagvöxt.
Kauðhöllin er að þróast í rétta átt, og erum við að undirbúa okkur fyrir framtíðina! Til hamingju!
Alþjóðleg kauphöll á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kjósum fólk með skoðanir
2.4.2007 | 09:01
Ég er rauður, skoðanalaus, skil ekki alveg hvernig lýðræði virkar og er hræddur við að takast á við flókin málefni. Hver er ég?
Svar: Samfylkingin
Ég ætla ekki að taka álver eða úrslit þessara kosninga sem áttu sér stað í Hafnarfirði þessa helgi til umfjöllunar. Nokkuð viss um að það sé til nóg af pistlum, greinum og bloggfærslum um þau málefni. En mig langar til að fara aðeins yfir þetta fyrirbæri sem ber nafnið íbúalýðræði. Stjórnmálamenn nútímans virðast halda að þeir geti falið skoðanir sínar á bak við íbúalýðræðið. Erum við ekki flest sammála um að það sé einfaldlega rangt?
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Deiglupistli eftir mig sem birtist í dag.