Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Reykingabann virkar!
30.5.2007 | 16:41
Það er rétt að sumir skemmtistaðir missa tekjur og að einstakir staðir hafa þurft að loka eftir að reykingabann hafi verið tekið í notkun. En langflestir hafa fengið auknar tekjur, eins og til dæmis í Noregi og Bretlandi. Svo hafa rannsóknir sýnt það að fleiri konur fara á djammið þegar reykingabann er til staðar. Ég fagna þessu reykingabanni þar sem ég er orðinn leiður á því að fara heim lyktandi eins og öskubakki eftir stutta ferð á kaffihús eða skemmtistað.
Varðandi eftirlitið þá er það ekkert mál. Fyndið að upplifa þessa umræðu aftur, þar sem á Íslandi eru andstæðingarnir að nota sömu rökin og Norsku andstæðingarnir (ég bjó í Noregi þegar bannið þar varð virkt). En það sem kom í ljós var að fáir vildu fjarlægja bannið eftir að hafa upplifað kaffihús og skemmtistaði án reykinga.
Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fyrir þjóðhátíð í Eyjum?
29.5.2007 | 16:08
Keppt í ostaeltingarleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ríkir, hrokafullir og vingjarnlegir en...
23.5.2007 | 21:09
... alls ekki óáhugaverðir. Það er margt áhugavert við Norðmenn. Hlutverk þeirra í mótandi alþjóðasamfélagi. Þar má nefna stöðu og áhuga þeirra á norðurhafssvæðum, afskipti þeirra af þjóðernis- og/eða milliríkjadeilum um allan heim ásamt stöðu Noregs sem ríkt evrópskt smáríki án Evrópusambandsaðildar.
Ég hef þá mestan áhuga á stjórnmálahluta þessara umræðu. Mig grunar að það sé nákvæmlega það sem Störe hefur áhuga á, ekki vegna til dæmis ferðamannaiðnaðarins í Noregi. Ef ég fengi að gefa ráðherranum ráð þá væri það að ríkisstjórnin ætti að segja af sér. Þessi vinstristjórn í Noregi bætir ekki ímynd þjóðarinnar og væri best að koma á hægristjórn eða stjórn sambærileg þessari sem við fengum í dag, xd+xs. En svona til að byrja með til að bæta ímynd sína þá væri kannski sniðugt að hætta að framleiða og kaupa öll þessi ónauðsynlegu vopn og hætta öllum öfgafullum stríðsrekstri.
MBL.is: "Í nefndinni á sæti þekkt fólk úr öllum stjórnmálaflokkum, þ.á m. lögmaðurinn Knut Brundtland, sonur Gro Harlem, Ase kleveland, fyrrverandi menningarmálaráðherra, og Kristin Clement, fyrrverandi þingkona sem mun einhverntíma hafa látið þau orð falla að erlendis væri litið á Noreg sem lítið land og auðugt, en líka illgirnislegt."
Ég bjó í Noregi í 11-12 ár. Hef einu sinni átt fund með Kristin Clement, fyrrverandi þingkonu og menntamálaráðherra fyrir Höyre(íhaldsflokkinn). Þá sem formaður nemendafélagsins í Sandefjord Menntaskóla. Störe er nú heppinn að hafa hana til liðs með sér. Hún er nokkuð svipuð íslenska menntamálaráðherranum. Öflug, dugleg og staðföst. (Til hægri á myndinni)
Spurning: Eru Norðmenn að fara í pólitíska útrás?
Eru Norðmenn ríkir og hrokafullir eða vingjarnlegir og óáhugaverðir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Næsti formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins?
23.5.2007 | 14:26
Það er alveg klárt mál að þetta er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Það er ánægjulegt að ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins skuli taka forystu í umhverfismálum. Steingrímur og félagar í VG verða nú örugglega ekkert sérstaklega ánægðir með það.
Yfir í annað. Mér finnst nú að hún Þorgerður hafi komið mjög vel út í þessu öllu, og þess vegna finnst mér þessi mynd sem ég fékk senda til mín í dag nokkuð skemmtileg:
Íslendingar taki forustu í baráttu gegn haf- og loftmengun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Björn Bjarnason áfram ráðherra!
23.5.2007 | 09:27
Flott fyrirsögn. Þrír Konur já..
22.5.2007 | 21:47
Einhver að flýta sér að skrifa fréttir á skrifstofu Morgunblaðsins? MBL.IS:
....og þessu varð breytt mjög fljótlega:P
Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Barack Obama er öflugasti frambjóðandinn
21.5.2007 | 21:41
Barack er á leiðinni upp og Hillary á leiðinni niður. Barack Obama er einnig öflugasti frambjóðandinn þegar teknir eru saman hugsanlegir frambjóðendur og spurt "hver sigrar hver?". Sjá töflu fyrir neðan.
Allar skoðanakannanir sýni ávallt meiri stuðning í garð Obama og félaga. Einnig sést hvernig "veit ekki" hópurinn fer minnkandi. Bandaríkjamenn hafa vonandi loksins náð að kynnast Obama betur og þannig séð farnir að treysta honum fyrir forsetaembættinu.
Nokkrar skoðanakannanir:
USA Today
CNN
Gallup
Hver sigrar hvern?
Skoðum þessar kannanir aðeins nánar:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Glæsilegt!
21.5.2007 | 12:43
Það er ekki hægt að gera annað en að fagna þessu. Nú á dögum er alveg nauðsynlegt að hafa sýnilega lögreglu í hverfum höfuðborgarinnar. Þetta er frábær hugmynd.
Litlir lögreglubílar í hverfaeftirliti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórn Sjálfstæðisflokksins
17.5.2007 | 21:05
Það eru nú frekar margir sem vilja sjá Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna í ríkisstjórn. Ég er sammála því að rétt var að láta Framsóknarmenn fara frá og að þessi nýja stjórn geti verið nokkuð áhugaverð.
Kjósendur hafa gefið stjórnmálamönnum þjóðarinnar mjög skýr skilaboð með atkvæðum sínum 12.maí sl. En ég vona að Geir gefi ekkert eftir. Sjálfstæðismenn eru sigurvegarar þessara Alþingiskosninga og Samfylkingin tapaði þingmönnum. Kjósendur vilja sjá nýja ríkisstjórn en þá vel merkta Sjálfstæðisflokknum.Ingibjörg Sólrún: VG vildi ekki mynda stjórn með Framsóknarflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |