Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

ESB og ný ríkisstjórn

Evrópunefnd verður falið að ljúka störfum við úttekt á viðhorfum hagsmunaaðila til Evrópusambandsins. Nefndin skili skýrslu 15. apríl 2009 sem hafi að geyma mat á stöðu og horfum Íslands gagnvart samstarfi við Evrópuþjóðir og framtíðarhorfum í gjaldmiðlamálum. Stjórnarflokkarnir eru sammála um að aðild að Evrópusambandinu verði aldrei ákveðin nema í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

 

Í nefnd? Skýrslu? Sammála um þjóðaratkvæðisgreiðslu? Blablabla.... alltaf gott fyrir stjórnmálamenn að setja hluti í nefnd. Þá þurfa þeir ekki að taka afstöðu til mála.


Átti ekki ESB að bjarga Íslandi?

Ég varð fyrir verulegum vonbrigðum eftir þennan blaðamannafund. Ekki kom fram skýr aðgerðaáætlun og niðurstöðu flokkanna um ESB var hvergi að sjá. Og hvað voru fjölmiðlamenn okkar að hugsa þegar þeir lögðu fram sínar spurningar? Hvers vegna spurði engin um ESB eða af hverju það væri allt í einu ekki til umræðu?

Ég skil að það er ánægjulegt að kynjahlutfall í ríkisstjórn sé nú jafnt og að kona tekur við forsætisráðuneytinu. Hins vegar tel ég að það hafi verið óþarft að eyða stærsta hluta blaðamannafundar í að fagna þeim áfanga. "Þjóðin" bíður eftir lausnum, en því miður virðist þessi ríkisstjórn ekki standa undir þeim ofvöxnu væntingum sem hlaðast hafa upp undanfarna daga. Kemur svo sem ekki á óvart.

Engin skýr svör voru að fá í tengslum við hugsanlega inngöngu í ESB, skuldsetningu fyrirtækja og einstaklinga o.s.frv. 


mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti Íslands ætti að segja af sér...

... það er að minnsta kosti mín skoðun. Hver er eiginlega tilgangur þessa embættis? Þeim bíður verðugt verkefni sem munu á næstu mánuðum eða árum endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins og þá sérstaklega endurskoðun á  hlutverki, tilgangi og starfsreglum embættis forseta Íslands. Í ljósi atburða síðustu daga er alveg ljóst að skýrari ramma þarf að setja utan um embættið.

Forsetinn

Ólafur Ragnar Grímsson heldur að hann geti búið sér til nýtt umhverfi og starfsreglur sjálfur. En þar gengur hann út fyrir allar hefðir og það kallast sjálftaka. Þetta er því bara enn eitt íslenska dæmið um sjálftöku valds. Slíku eigum við að sporna gegn.

 


mbl.is Söguleg ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband