Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Rétt að draga úr kostnaði

Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fá í aðdraganda prófkjörsins að senda einn tölvupóst frá Valhöll til sjálfstæðismanna í kjördæminu til að kynna sig og áherslur sínar.

 

Nokkrir aðrir bloggarar hafa bloggað við þessa frétt... og nýta þeir sér tækifærið til að gagnrýna þessa aðgerð Sjálfstæðisflokksins. Furðuleg skrif að mínu mati.

Þetta mun hins vegar spara frambjóðendum í öllum kjördæmum töluverðar fjárhæðir. Að senda bréf í pósti til tugþúsunda sjálfstæðismanna kostar sitt... ætli kostnaðurinn við hvert bréf sem frambjóðandi sendir sé ekki á bilinu 70-80 krónur. Því ber öllum stjórnmálaflokkum að taka slíka ákvörðun sér til fyrirmyndar og styðja sparnað í kosningabaráttu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að undanförnu nýtt sér rafræna miðla í miklum mæli (dæmi: evropunefnd.is, endurreisn.is, profkjor.is). 

Þessu átaki Sjálfstæðisflokksins ber að fagna.


mbl.is Fá að senda einn tölvupóst frá Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á að gera?

Eins og sagt er um frambjóðandann Almar Eyfjörð á baggalutur.is: „Almar vill slá skjaldborg um heimilin og fyrirtækin í landinu“.

Baggalútur gerir grín af frambjóðendum fyrir að misnota slíkar yfirlýsingar án frekari útskýringa um "hvernig" þeir ætla sér að slá skjaldborg um heimilin og fyrirtækin í landinu. Afskaplega fáar hugmyndir hafa verið settar fram. Þessar hugmyndir þurfa ekki að vera endanlegar lausnir. Við þurfum bara að tala saman. Það er enginn einn maður með lausnina.... þannig séð spyr ég: Hvað á að gera?
mbl.is Lánastofnanir ráða Icelandair
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Sigmundur Davíð „plataður“

Samfylkingin, VG og Framsókn í samstarfi... og kannski áfram eftir kosningar... kosningabandalag? Ég skil ekki hvernig framsóknarmenn sætta sig við þessa minnihluta ríkisstjórn vinstrimanna. Og varðandi hlutverk Framsóknar í þessu öllu, hvernig geta þeir annars vegar sagt að "þeir telja sig ekki hafa umboð til að sitja í ríkisstjórn" en hins vegar leyft þessari vitleysu vinstristjórnarinnar að viðgangast? 

Eftir sem manni skilst þá er stjórnin að svíkja loforð... og er það í boði Framsóknar líka? Af hverju er ekki stjórnin sett af?

Annars vita menn að þetta er ekki í fyrsta skipti sem að foringi Framsóknarflokksins er „plataður“.


mbl.is Sigmundi Davíð boðin sáttahönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsið og einstaklingurinn

Forysta vinstriflokka á Íslandi sá tækifæri í haust þegar bankakerfi þjóðarinnar hrundi og lýsti því yfir að grunnhugsjón Sjálfstæðisflokksins væri gjaldþrota rétt eins og bankarnir.

Eins og svo margir aðrir hef ég velt þessu fyrir mér og ákvað að skoða betur grunnhugsjón Sjálfstæðisflokksins sem talin var gjaldþrota. „Frjálshyggjan er fallinn“ sögðu vinstrimennirnir sem nú hafa náð tökum á valdastólum íslenska lýðveldisins.

Í kosningabaráttunni árið 2007 gaf Sjálfstæðisflokkurinn út kynningarmyndband. Í upphafi myndbandsins er grunnhugsjón flokksins lýst:

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur frelsi og sjálfstæði einstaklingsins að leiðarljósi. Þetta er grundvöllur afstöðu flokksins í öllum málum. Þetta er það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn trúir á einstaklinginn og frelsi hans til að þroska og njóta hæfileika sinna í samfélagi þar sem allir hafa jöfn tækifæri. Það er í þannig samfélagi sem einstaklingar og fyrirtæki vaxa og dafna öllum til hagsbóta. Við teljum að þetta samfélag verði best tryggt með lágmarks afskiptum hins opinbera en jafnframt stuðningi við þá sem á þurfa að halda með sterku öryggisneti.“

Á vefsíðu flokksins segir einnig um hugmyndafræðina að „hún gefur sig ekki út fyrir að vera nákvæm forskrift að fullkomnu ríki enda lifa slík fyrirmyndarríki sjaldnast sjálfstæðu lífi utan kennisetninga og fræðikerfa“.

Draga má þennan texta saman í nokkra punkta:
- Frelsi og sjálfstæði einstaklingsins.
- Jöfn tækifæri.
- Lágmarks afskipti hins opinbera.
- Sterkt öryggisnet fyrir þá sem þurfa á slíku að halda.
- Sjálfstæðisstefnan ekki nákvæm forskrift á fullkomnu ríki.

Orðin tala fyrir sig. Ég mun gera það sem ég get til að standa vörð um þessa grunnhugsjón því hún varð aldrei gjaldþrota. Því miður hafa íslensk stjórnmál haft tilhneigingu til að snúast um völd en ekki hugsjónir. Sjálfstæðisflokkurinn verður að taka þetta til sín ásamt öllum öðrum stjórnmálaflokkum. Þessu skal breyta með nýrri kynslóð stjórnmálamanna á Alþingi sem þora að hafa skoðanir og láta til sín taka!

Deiglan.com, 2. mars 2009.


mbl.is Baðst afsökunar á mistökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei Ingibjörgu að kenna

Ingibjörg Sólrún sagði að hún hefði ekki, frekar en aðrir, búist við því að kerfishrun eins og varð hér gæti orðið að veruleika.

 

Nú þarf Ingibjörg að útskýra. Ef hún segir við okkur núna að hún hafi ekki, frekar en aðrir, búist við þessu...? Hvað þýðir það? Hún skammar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið fyrir að hafa ekki brugðist við tilmælum frá ríkisstjórninni með nógu miklum krafti. En af hverju ættu stjórntæki ríkisstjórnarinnar að bregðast við með slíkum krafti ef afstaða stjórnarinnar var sú að kerfishrun væri frekar ólíklegt?

Má þá spyrja hvort Ingibjörg hafi ekki brugðist við með nógu miklum krafti? Stjórnmálamenn eru snillingar í að koma ábyrgð og sök yfir á aðra.


mbl.is IMF varaði við í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur fór beint á fésið

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi, tilkynnir framboð sitt til varaformanns Samfylkingarinnar á Fésbókinni (e. Facebook). Hvað finnst samfylkingarmönnum um Dag B. sem varaformann og Jón Baldvin sem formann? Ætlar Dagur B. ekkert á þing? Hér með færslunni er mynd af hugsanlegri forystu Samfylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar í apríl. Er ekki pláss fyrir konur þegar kemur að endurnýjun forystu þessa ágæta flokks? Ingibjörg og Jóhanna eru ekki tákn endurnýjunar. Þær eiga að hleypa næstu kynslóð samfylkingarkvenna að borðinu.
mbl.is Dagur í varaformanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað var gert?

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra telur allar vísbendingar vera í þá átt að verðbólga og vextir lækki hratt á næstu mánuðum. 

Jæja, Steingrímur. Hvað var það nákvæmlega sem ríkisstjórn þín gerði til að ná verðbólgunni niður sem gefur okkur tækifæri til að lækka vexti?
mbl.is Vextir fara að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband