Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Stóru málin óafgreidd

Auðvitað er of snemmt að segja að botninum sé náð og hvað þá að tala um einhvern efnahagsbata. Staðreyndin er sú að íslensk stjórnvöld forðast það að þurfa að takast á við stóru og mikilvægu málin: skuldamál heimila og fyrirtækja. Varla telja menn að greiðslujöfnun og frysting lána sé viðunandi lausn? Né heldur einhver víðtæk ríkisvæðing meirihluta atvinnulífsins. Ekki munum við ná árangri fyrr en þessi mál hafa verið afgreidd.

Eftir afgreiðslu Icesave-fyrirvaranna í sumar fór þingið beint í frí. Það kemur hins vegar saman nú í byrjun október og erum við mörg að vonast til að fjármál heimila komist þar á dagskrá. Hins vegar virðist vinstristjórnin aftur vera að klúðra lykilatriðum í Icesave málinu... og við vitum nú öll að þessi stjórn getur ekki tekist á við tvennt í einu þegar Icesave er að "trufla".

Við þurfum að finna viðunandi langtímalausnir fyrir heimili og fyrirtæki í landinu. Það þarf að skjóta bjartsýni inn í íslenskt samfélag og tryggja greiðsluvilja fólks. Það fer ekkert á milli mála að flestir vilja vera hér heima og taka þátt í að endurreisa íslenskt efnahagslíf, en það gengur ekki upp ef stjórnvöld leggjast ekki á eitt með þjóð sinni.


mbl.is Of fljótt að tala um efnahagsbata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarastéttin veldur úrslitum

Stærsta vandamálið á Íslandi í dag er ekki sá hópur skuldara sem nú þegar er gjaldþrota og mun þurfa á afskriftum að halda, heldur stóri hópurinn sem segist með naumindum ná endum saman um hver mánaðarmót. Guð hjálpi okkur ef sá hópur gefst upp. Ef sá dagur kemur munum við Íslendingar finna fyrir alvöru hruni. Hrunið 2008 verður eins og góðæri í samanburði.

Ég tel það óábyrgt af stjórnmálamönnum að skoða ekki leiðréttingu á gengis- og verðtryggðum lánum.  Sérstaklega hafa þingmenn Samfylkingar staðið í afar einkennilegum málflutningi og hafnað blint svokölluðum "almennum aðgerðum". Stjórnmálamenn eiga að gæta hagsmuna okkar allra. Þeir hafa hins vegar dælt mörg hundruð milljörðum íslenskra króna inn í peningamarkaðssjóði, innlán voru tryggð að fullu o.s.frv. Margt hefur verið gert fyrir fjármagnseigendur.

Ég er ekki að segja að taka beri alla ábyrgð af skuldurum landsins, ekki halda að ég sé að biðja um eitthvað slíkt. Hins vegar snýst þetta bara um sanngirni. Að dreifa álaginu svo við endum ekki í öðru kerfishruni.


mbl.is Ná ekki endum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afléttum leyndinni

Það sem þarf að gera núna er að:

1) Aflétta leyndinni í Icesave málinu

2) Skipa nýja samninganefnd

3) Nýta betur tengslanet íslenskra almannatengslafyrirtækja (já, kaupa þjónustu þeirra frekar en að ríkið ráði til sín fleiri PR-starfsmenn. Enda er að finna í þessum fyrirtækjum hæfustu almannatengla Íslands)

....og kjósa okkur nýjan forseta sem fyrst! 


mbl.is Hollendingar bjartsýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfum nýjan forseta

Verður Ólafur Ragnar Grímsson fulltrúi Íslands þegar bandarískir hagfræðingar koma saman á fund til að fjalla um reynslu Íslendinga, hina alþjóðlegu fjármálakreppu og hvað þurfi að gera til að koma í veg fyrir að svo alvarleg áföll og kreppur endurtaki sig í framtíðinni?

Á þetta að vera brandari?

Ég tek undir með Agnesi Bragadóttur: 1% forsetinn á að sjá sóma sinn í því að segja af sér embætti.


mbl.is Forsetahjónin í Bandaríkjaheimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Muse 007

Mbl.is: "Liðsmenn bresku rokkhljómsveitarinnar Muse segjast vera tilbúnir til að semja lag fyrir næstu James Bond kvikmynd - ef kallið kemur."

Muse er frábær hljómsveit og ég er alveg viss um að ef þeir fengju verkefnið kæmi alveg magnað lag frá þeim. Ég get eiginlega ekki nefnt bara eitt uppáhalds lag með Muse, en mér finnst til dæmis Plug in baby og svo Butterflies & Hurricanes snilldar lög.

Eins og segir í fréttinni á mbl.is er kannski einnig tímabært að bresk hljómsveit verði með nýja Bond lagið. Síðasta breska hljómsveitin sem átti Bond-lag var Duran Duran árið 1985, þeir voru með "A view to a kill":


mbl.is Muse til í að semja Bond-lag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næst á dagskrá: skuldamál heimilanna!

Stjórnvöld vilja draga úr vægi verðtryggingar, sem er hið besta mál. En ríkisstjórnaflokkarnir hefðu heldur betur átt að ganga í þessa umræðu fyrr á árinu. Mig minnir nú að einhverjir (VG?) hafi slegið upp þeirri hugmynd að setja þak á verðtryggingu, alla vega tímabundið. Hvað varð af þeirri umræðu? Stjórnmálamenn okkar geta vel og lengi hugsað út leiðir til að draga úr vægi verðtryggingar en hvað gerum við ef gengið fellur aftur á þessum umhugsunartíma þeirra? Hvernig hjálpar það endurreisninni á Íslandi að heimilin taka á sig 20-30% hækkun á höfuðstól... aftur?!

Það þarf að koma stýrivöxtum niður og færa íslensku þjóðina yfir í óverðtryggð íslensk lán. Þá fyrst munu til dæmis þessir blessuðu stýrivextir virka. Þegar flestir voru komnir með erlend eða verðtryggð lán á föstum vöxtum skipti voða litlu fyrir fólk almennt hvaða ákvörðun seðlabankinn tók í vaxtamálum.

Verðtryggingin mun annars valda því að ungt fólk mun flýja þetta íslenska kerfi sem finnst hvergi annars staðar í heiminum. Samhliða endalausri hækkun á höfuðstól verður eignamyndun neikvæð á komandi árum líkt og nú. En loksins erum við komin að þessum dagskrárlið kreppunnar: skuldamál heimilanna!

Ekki seinna vænna!


mbl.is Ræða minnkað vægi verðtryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstristjórnin heldur velli

Norska vinstristjórnin með meirihluta, algjör skandall! Stjórnin sem sýndi okkur Íslendingum engan stuðning í hruninu s.l. haust og áfram standa þeir þétt með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Okkar stjórn stóð sig kannski ekkert betur í að verja málstað Íslands á alþjóðavettvangi. Ef til vill fylgir þetta ríkisstjórnum vinstriflokkanna?

Hér á skjámyndinni minni sést í leiðtoga KrF og Venstre (borgaralegir flokkar) sem hafa tapað gríðarlega miklu fylgi. Þeir náðu að einangra sig í kosningabaráttunni og fannst mér því myndin lýsa stöðunni sem þeir hafa sjálfir sett sig í. Íhaldsmenn virðast hafa náð sér á strik á ný en það á því miður einnig við um Arbeiderpartiet með Jens Stoltenberg í forystu.


mbl.is Stoltenberg sigurvegarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband