Færsluflokkur: Bloggar

Íslensk útrás: fríblaðið Boston NOW gefið út í dag

boston"Dagsbrun Media gefur í dag í fyrsta skipti út fríblað í Boston í Bandaríkjunum. Blaðið heitir Boston NOW og kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag, að það komi fyrst um sinn út í 200 þúsund eintökum og verði dreift á lestarstöðvum og götuhornum."

200 þúsund eintökum? Það er nú fín stærð á blaðaútgáfu. Á íslandi er heildarmarkaður blaðanna um það bil 270 þúsund eintök. Og þá er sagt að ekki sé pláss fyrir fleiri blöð. Verður spennandi að fylgjast með þessari áframhaldandi útrás fríblaða. 

"Gunnar Smári segir, að ætlunin sé að hefja útgáfu hliðstæðra blaða í um 10 öðrum borgum Bandaríkjanna."


mbl.is Dagsbrun Media gefur út fríblað í Boston
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttamenn hafa jafnvel hreytt í mig fúkyrðum

DeiglanÁhugaverður gestur í þessari viku á Deiglan.com. Ég sat málstofu um fjölmiðla og stjórnmál á þessari önn, þar sem námsefnið var meðal annars fjölmiðlapistlar Ólafs Teits. Ólafur Teitur Guðnason gegnir mikilvægu hlutverki, þar sem þar sem hann er nokkuð aleinn um að gagnrýna fjölmiðla nú á dögum! Mæli með þessu og einnig fínum leiðara sem Þórlindur Kjartansson, ritstjóri Deiglunar, er með í dag.

Ólafur Teitur Guðnason er Deiglugesturinn: Egill Helgason sagði í ritdómi um fjölmiðlapistlana Ólafs Teits að hann væri "með óvinsælustu mönnum í íslenskri fjölmiðlastétt". Hann taldi það ekki síst stafa af því að fjölmiðlamenn væru viðkvæmir fyrir sjálfum sér og ættu bágt með að þola það að fundið væri að verkum þeirra. Ólafur er Deiglugesturinn í þessari vikur og gagnrýnir meðal annars Deigluna.


Rétt að einkavæða Landsbankann

landsbankinn„Landsbankinn er sagður hafa áhuga á að kaupa breska hlutabréfamiðlarann Bridgewell Group PLC" Já, þessi útrás er nú alveg ótrúleg. Landsbankinn er meðal þeirra fyrirtækja sem heldur áfram í útrás sinni. Það er alveg skýrt að það var rétt ákvörðun að einkavæða bankann. Landsbankinn hefur stækkað og styrkt sig mun meira á síðustu árum en hann náði að gera alla síðustu öld. Íslensk fyrirtæki stækka bæði hér á landi ásamt því að styrkja stöðu sína erlendis. Það er ekki langt síðan að Landsbankinn keypti Teather & Greenwood(2005).

 

 Aðeins um eitt annað íslenskt fyrirtæki. Félagi minn Kristján Freyr Kristjánsson bloggar í dag um grein í nýjustu útgáfu The Economist. Þar er viðtal við Róbert Wessman. "Þegar Wessmann tók við árið 1999Actavis voru 146 starfsmenn og velta hjá fyrirtækinu nam rúmlega 57 miljónir Evra. Árið 2006 er fyrirtækið komið með 11.000 starfsmenn og veltu upp á 1.4 miljarð Evra." Það er ekki hægt að gera annað en að fagna þessu! :) 


Visir.is: Actavis á meðal líklegustu kaupenda á Merck
"Mestar líkur eru á að lyfjafyrirtækin Actavis og indverska félagið Torrent Pharmaceuticals muni berjast um samheitalyfjahluta þýska lyfjarisans Merck. Þetta segir bandaríska viðskiptatímaritið Forbes sem telur að kaupverð geti numið allt að sex milljörðum dala, jafnvirði rúmra 392 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðir á borð við 360 til 450 milljarða krónur hafa áður verið nefnd sem hugsanlegur verðmiði fyrir samheitalyfjahlutann."


mbl.is Landsbankinn sagður vilja kaupa breskt fjármálafyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

United States of Europe

USA_EU_ForumEvrópusambandið mun auðvita þróast í evrópskt ofurríki. Það þarf ekkert endilega að vera neikvætt. En ég er ekki neitt viss um að það væri best fyrir Ísland að vera þar inni. Við eigum að halda áfram að vinna í því að styrkja stöðu okkar í alþjóðasamfélaginu og koma á samningum sem henta Íslandi. Til dæmis getum við með því að ekki vera aðildarland í ESB gert samning við Kína.

Stjórnarskrá sambandsins er nokkuð stór bók, og hvort einhverjar takmarkaðar breytingar breyta miklu er ég ekki svo viss um. Það væri samt áhugavert að láta háskólasamfélagið fara nánar í þessi mál. Vonandi mun aukið fjármagn til Háskóla Íslands fara í meðal annars Evrópurannsóknir. Mikilvægt er skoða hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið. Það er alls ekki staðfest að það sé innan Evrópusambandsins.


mbl.is Segja ESB ekki þurfa nýja stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurnýjun, traust og tækifæri!

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var glæsilegur! Óska vinum mínum sem náðu kjöri til miðstjórnar til hamingju með flotta kosningu. Erla Ósk, Örvar, Unnur Brá og fleiri. Ég hlakka til að taka þátt í baráttunni undir slíkri forystu! Flottur formaður, flottur varaformaður og flottur hópur frambjóðenda í öllum kjördæmum!

XD.IS: Miðstjórnarkjör - glæsileg kosning kvenna

Kosningu til miðstjórnar lauk kl. 12 á hádegi og voru 11 fulltrúar kjörnir. Átta konur náðu kjöri og þrír karlar en 25 gáfu kost á sér í kjöri. 1.012 landsfundarfulltrúar greiddu atkvæði. 5 kjörseðlar voru ógildir. Eftirtaldir náðu kjöri.

Kjartan Gunnarsson 70,4 %
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir 66,2 %
Unnur Brá Konráðsdóttir 66,2 %
Áslaug María Friðriksdóttir 62,9 %
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 60,6 %
Elínbjörg Magnúsdóttir 54,5 %
Þórunn Jóna Hauksdóttir 54,5 %
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir 53,1 %
Erla Ósk Ásgeirsdóttir 48,8 %
Helga Þorbergsdóttir 47,2 %
Örvar M. Marteinsson 46,4 % 

------ 

Stefnan skýr á öllum sviðum, ekkert skoðanaleysi í gangi hér! Það er augljóst að Ísland er land tækifæranna og að kjör þeirra lægst settu í samfélaginu hafa farið batnandi(hér erum við með þeim bestu í Evrópu). Einnig er jöfnuður mikill á Íslandi. Samfylkingin hefði ekki geta gert neitt betur, við sáum alveg hvernig hún stjórnaði borginni með auknum skuldum og grænu skref þeirra voru nánast engin. Hvernig ætlar Samfylkingin að fjármagna allt velferðasamfélagið án hagvaxtar í samfélaginu? Þarf ekki auknar tekjur til að geta séð fyrir auknum útgjöldum? 

Núna er bara að mæta á kjörstað þann 12.maí nk. og endurnýja umboð Sjálfstæðisflokksins til að stýra næstu ríkisstjórn!


mbl.is Geir: Fer fram á endurnýjað umboð til að stýra næstu ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkamenn styðja rök Bandaríkjamanna

Í frétt á mbl.is er sagt frá eftirfarandi: "Að sögn fréttaskýranda BBC í Írak eru sprengjuárásirnar tvær í dag mikið áfall fyrir Bandaríkjaher, en þrír mánuðir eru liðnir frá því öryggisgæslan í borginni var hert til muna."

Eins og ég nefndi í bloggfærslunni fyrr í dag, Sprenging: tveir þingmenn látnir, þá eru þessar árásir einungis að styrkja þau rök Bandaríkjamanna um að áframhaldandi viðvera hersins sé nauðsynleg í Írak til að tryggja öryggi og stöðuleika.

Ætli það sé markmið þessara manna?


mbl.is Maliki: Tilræðið mun ekki veikja staðfestu þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprenging: tveir þingmenn látnir

Nú á dögum reyna heimamenn að endurskipuleggja sig og byggju upp landið. En hver vill taka þátt í því, þegar ekki einu sinni þinghúsið fær að vera í friði? Það er lykilatriði fyrir framtíð Íraks að stjórnmálin fá að starfa í öruggu umhverfi, gefa þeim möguleika á því að koma á lýðræði í landinu. Þá getur almenningur sjálfur ákveðið hver og hvernig landinu er stýrt. Sjá bara Kúrdistan, þeir eru þarna í nágrenninu og þar er öryggið allt annað og lífskjör mun betri. Mjög athyglisvert að eina landsvæðið sem er að þróast í jákvæða átt er neitað sjálfstæði:P Þar skil ég ekki Bandaríkjamenn, þar sem þeir segja að Kúrdistan mun hagnast meira á því að vera hluti af Írak. hmmm....

En flestir fræðimenn eru nú sammála um það að lýðræði og öryggi eru lykilatriði í þróun ríkja nútímans. Sérstaklega til að geta tekið þátt í alþjóðavæðingunni. Þess vegna eru þessir aðilar sem sprengja þinghús og drepa þingmenn einungis að gera það erfiðara fyrir Bandaríkjamenn að yfirgefa svæðið. Ef það væri búið að koma á stöðuleika í Írak, þá væri mun erfiðara fyrir Bandaríkjamenn að færa rök fyrir áframhaldandi viðveru.


mbl.is Sprenging í íraska þinghúsinu - tveir þingmenn látnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð bankamenning á Íslandi

Landsbankinn úthlutaði í dag styrkjum úr Menningarsjóði sínum til 75 góðgerðar- og styrktarfélaga og fékk hvert þeirra eina milljón króna.

Lista yfir félögin 75 má finna á vefsíðunni www.gottmalefni.is, en þeirra á meðal eru ABC barnahjálp, Blátt áfram, forvarnir vegna kynferðislegrar misnotkunar á börnum, Félag einstæðra foreldra, Forma - Samtök átröskunarsjúklinga á Íslandi, Klúbburinn Geysir, Regnbogabörn og Styrktar- og minningarsjóður skáta.

Þetta er góð bankamenning. Og auðvita Landsbankinn þar efst sem banki allra landsmanna í 120ár;)


mbl.is 75 félög fengu styrki úr Menningarsjóði Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lewis Black: Uppistand og umhverfismál

Jæja.. á morgun þarf maður svo að mæta í tíma og skila skýrslum og ritgerðum. En var að bæta við myndbandi á myspacinu mínu. Lewis Black fer þar aðeins yfir meðal annars stöðu Bandaríkjanna í umhverfismálum. Ég er nokkuð viss um að Kyoto-bókunin geti verið fínt verkfæri í framtíðinni. En forsendan til þess er að mínu mati að fá Bandaríkin með í dæmið. Lewis Black spyr af hverju Bandaríkin hafa ekki skrifað undir bókunina... bara fyndið:PLewis on Late Show 8/30/02

Add to My Profile | More Videos


Einkaskóli án skólagjalda opnar í haust

Var að lesa grein sem Helga Lára er með á Deiglan.com í dag um nýjan einkaskóla sem opnar í haust.

"Á dögunum var kynntur nýr menntaskóli sem tekur til starfa í haust. Allir nemendur fá fartölvur, engin hefðbundin próf verða til staðar og nám til stúdentsprófs tekur þrjú ár. Draumur í dós, eða hvað? Þessi nýji menntaskóli mun bera heitið Menntaskóli Borgarfjarðar og verða fyrstu nemendurnir teknir inn í haust." 

"En það sem mér finnst athyglisverðast við þennan nýja skóla er að boðið verður upp á almenna námsbraut og starfsbraut fyrir fatlaða nemendur. Þar verður kennslan að fullu einstaklingsmiðuð og markmiðið verður að undirbúa nemendur fyrir þátttöku á vinnumarkaði. Mjög mikilvægt er fyrir fatlaða nemendur, sem almennnar námsbrautir henta ekki, að hafa góðan valkost til að þroska eigin hæfileika og getu."

Þetta er nú ekkert annað en glæsilegt. Hvernig ætla Vinstri grænó að mótmæla þessu?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband