Dæmalaus vinnubrögð fjármálaráðherra!
25.2.2009 | 21:53
Hvernig stóð á því að skipaður var bankaráðsformaður Nýja Kaupþings í gær 24. febrúar og hann hættur í dag 25. febrúar? Hvernig má það vera að maður skuli vera ráðinn bankaráðsformaður Nýja Kaupþings án þess að kannað sé hvort maðurinn hafi tíma til að sinna starfinu. Hvernig stendur á því að ráðning í þessa mikilvægu stöðu var ekki betur ígrunduð af Steingrími J. Sigfússyni, nýja fjármálaráðherra Íslands?
Eru þessi óvönduðu vinnubrögð til þess fallinn að auka traust almennings á bankakerfinu?
Smá viðbót: Getur verið að Jóhanna Sig hafi kannski boðið betur og boðið honum tímabundið starf í Seðlabankanum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jafnréttisstefna Steingríms Joð
25.2.2009 | 21:44
Af AMX.is:
Svavar Gestsson sendiherra verður formaður nýrrar samninganefndar um Icesave-skuldbindingarnar. Auk Svavars sitja í nefndinni Páll Þórhallsson, settur skrifstofustjóri í ráðuneytinu, Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, Martin Eyjólfsson, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu og Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri í Seðlabankanum. Þá hefur verið skipuð samninganefnd vegna þeirra lána sem Íslendingum hefur verið heitið frá nokkrum ríkjum. Jón Sigurðsson, skipaður af fjármálaráðherra, verður formaður nefndarinnar. Þá sitja í nefndinni Sturla Pálsson, Martin Eyjólfsson og Björn Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu.
Það hefur því nú komið í ljós að orð Steingríms Joð í stjórnarandstöðu um mikilvægi þess að gæta kynjajafnréttis í skipan opinberra nefnda og ráða eru marklaus þegar til kastanna kemur. Í nýjasta dæmi um skipan í samninganefndir vegna icesave-reikninga og erlendra lántöku ríkisins er einungis að finna eina konu. Í samtali við fjármálaráðherra í fréttatíma í kvöld viðurkenndi hann að þetta væri alls ekki nógu gott. Nú hlýtur fólk að velta fyrir sér hver stefna Steingríms Joð og VG sé í jafnréttismálum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ánægður með þig Höskuldur
25.2.2009 | 21:17
Ég hef sagt það áður hér á bloggi mínu: við verðum að vernda sjálfstæði þingmanna og veita Alþingi alvöru völd á ný. Einstakir ráðherrar og þingmenn voru alveg brjálaðir þegar Höskuldur neitaði að afgreiða eitt mál minnihluta-vinstristjórnar (seðlabankafrumvarpið) í nefnd svo það gæti farið beint í 3. umræðu.
Höskuldur er þingmaður og er einungis að sinna sínu starfi. Hvað er framkvæmdarvaldið eiginlega að hugsa þegar það ræðst svona á einstaka þingmenn fyrir ekki neitt? Vill Steingrímur Joð stjórna Alþingi eins og það sé afgreiðslustofnun framkvæmdarvaldsins? Hér er verið að semja og samþykkja seðlabankafrumvarp á hraðferð. Gott að hafa menn eins og Höskuld sem er augljóslega að fylgjast vel með.
Ég vona að þessi maður verði á þingi eftir kosningarnar í vor!
![]() |
Peningastefnunefnd skal gefa út viðvörun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Orð Davíðs
25.2.2009 | 08:46
DV.IS: Þá sagði Davíð að Sigmar hefði fullyrt við hann fyrir útsendingu að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á Seðlabanka Íslands væri sett fram til höfuðs Davíð. Í samtali við DV ber Sigmar það til baka.Nei. Það er bara algjörlega rangt, segir Sigmar og leggur þunga áherslu á orð sín. Við vorum nokkur þarna baksviðs og við spurðum hann: Er þetta frumvarp þá bara til að koma þér frá?Hann segist ekkert hafa rætt það mál frekar við Davíð. Það var mjög einkennilegt að hann skyldi nota þetta í viðtalinu því hann fór ranglega með mín orð.
Hann fór ranglega með þín orð Sigmar? En hvernig hefur þetta nú verið.... hefur aldrei verið farið rangt með orð Davíðs?