Borgarafundurinn

Helgi Hjörvar á borgarafundinum: sagðist ekki geta útilokað skattahækkanir en vildi ekki kveða upp úr um hvort skattar yrðu hækkaðir eða ekki.

Hvað ertu að reyna segja Helgi? Eitt svakalegast stjórnmálasvar sem ég hef séð. Af hverju ekki bara neita að svara spurningunni í stað þess að bulla svona?

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og oddviti Vinstri-grænna í Reykjavík norður, á borgarafundinum: segir að það verði hvort tveggja að hækka skatta og lækka laun til að vinna upp í fyrirsjáanlegan fjárlagahalla.

Jahérna... ég er orðlaus. Gengið fellur og Katrín vill einbeita sér að því að breyta stjórnarskrá lýðveldisins, lækka laun og hækka skatta. Í hvaða heimi býr þetta fólk?


mbl.is Stjórnarskráin áfram á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr Búsáhaldabyltingu í Bústjórabyltingu

Ríkisstjórnin ætlaði að mynda skjaldborg um heimilin en gleymdu að segja okkur frá því að sú skjaldborg var samansett af stórum hópi bústjóra. Bústjórahugmyndin er by the way hugmynd Jóhönnu og aðstoðarmanna hennar.

Næsta bylting verður því kannski Bústjórabylting en ekki Búsáhaldabylting. Kannski mun fólk fá nóg af þessum bústjórum og vilja koma þeim út úr heimilisbókhaldinu?


mbl.is Stefnir í næturfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Hörður Torfa?

Hvar er Hörður Torfa og mótmælin núna? Þessi ríkisstjórn situr aðgerðalaus, seðlabankastjórinn situr aðgerðalaus.... og öllum er alveg sama? Voru mótmælin bara skipulögð svo VG kæmist í ríkisstjórn eða var í alvöru verið að mótmæla "ástandinu"? Því ekkert hefur breyst hvað "ástandið" varðar...
mbl.is Krónan veikst með nýrri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband