Rétt að einkavæða Landsbankann

landsbankinn„Landsbankinn er sagður hafa áhuga á að kaupa breska hlutabréfamiðlarann Bridgewell Group PLC" Já, þessi útrás er nú alveg ótrúleg. Landsbankinn er meðal þeirra fyrirtækja sem heldur áfram í útrás sinni. Það er alveg skýrt að það var rétt ákvörðun að einkavæða bankann. Landsbankinn hefur stækkað og styrkt sig mun meira á síðustu árum en hann náði að gera alla síðustu öld. Íslensk fyrirtæki stækka bæði hér á landi ásamt því að styrkja stöðu sína erlendis. Það er ekki langt síðan að Landsbankinn keypti Teather & Greenwood(2005).

 

 Aðeins um eitt annað íslenskt fyrirtæki. Félagi minn Kristján Freyr Kristjánsson bloggar í dag um grein í nýjustu útgáfu The Economist. Þar er viðtal við Róbert Wessman. "Þegar Wessmann tók við árið 1999Actavis voru 146 starfsmenn og velta hjá fyrirtækinu nam rúmlega 57 miljónir Evra. Árið 2006 er fyrirtækið komið með 11.000 starfsmenn og veltu upp á 1.4 miljarð Evra." Það er ekki hægt að gera annað en að fagna þessu! :) 


Visir.is: Actavis á meðal líklegustu kaupenda á Merck
"Mestar líkur eru á að lyfjafyrirtækin Actavis og indverska félagið Torrent Pharmaceuticals muni berjast um samheitalyfjahluta þýska lyfjarisans Merck. Þetta segir bandaríska viðskiptatímaritið Forbes sem telur að kaupverð geti numið allt að sex milljörðum dala, jafnvirði rúmra 392 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðir á borð við 360 til 450 milljarða krónur hafa áður verið nefnd sem hugsanlegur verðmiði fyrir samheitalyfjahlutann."


mbl.is Landsbankinn sagður vilja kaupa breskt fjármálafyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband