Fríverslunarviðræður Íslendinga valda skjálfta

ESBDEIGLAN.COM: Samkvæmt vefritinu Fishupdate.com þá er einhver skjálti í mönnum í evrópska fiskiðnaðinum vegna fríverslunarviðræðna Íslendinga og Kínverja. Evrópusambandið(ESB) hefur sett upp tollmúra til að aðstoða innlendra framleiðendur í samkeppni við frosinn fisk frá Kína. Allt er á uppleið í Kína, en mikill samdráttur í Evrópu. Sagt er frá því á Deiglunni að með slíkum fríverslunnarsamningi "myndast möguleiki á því að flytja frosnar fiskafurðir til Íslands og þaðan til Evrópusambandsins þar sem Ísland er í Evrópska Efnahagssvæðinu.(...) Hér eru um mikil tækifæri fyrir íslenska athafnamenn að ræða.  Þetta væri ekki mögulegt ef Ísland væri aðili að Evrópusambandinu."

Þetta sýnir okkur hvernig Ísland getur hagnast verulega á því að starfa sjálfstætt og ekki láta ESB taka slíkar ákvarðanir fyrir sig. Ef Ísland væri aðili að ESB, þá væri það einfaldlega bara þannig aðEUandCHINA sambandið hefði neitað Íslendingum að fara í þessu viðskipti. Sambandið og Ísland deila ekki sömu áhyggjum eins og sést vel í þessu máli. Íslendingar vilja nýta sér tækifærin þegar þau eru til staðar... mun aðild að ESB kannski fækka tækifærum fyrir Ísland?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þetta sýnir okkur hvernig Ísland getur hagnast verulega á því að starfa sjálfstætt og ekki láta ESB taka slíkar ákvarðanir fyrir sig."

Ertu semsagt á þeirri skoðun, að Íslendingar sem 300þúsund manna þjóð, séu í betri samningsstöðu þegar kemur að  gerð fríverslunarsamninga við ríki utan sambandsins heldur en Evrópusambandið?

Vignir Örn Hafþórsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 00:32

2 identicon

Furðuleg spurning Vignri: Ísland þarf ekki að gera fríverslunarsamninga við ríki innan ESB þar sem við erum aðilar að EES sem veitir okkur frjálsan aðgang að mörkuðum ESB (fjórferlsið)

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 04:31

3 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Ekkert endilega íbúafjöldi sem er afgerandi hvað varðar samningsstöðu þegar kemur að gerð fríverslunarsamninga. Get nefnt að ESB er með heimsmet í fjölda fríverslunarsamninga... en þá er það nú bara þannig að við höfum fínasta aðgang að sambandinu. En með því að bara vera með EES, þá getum við bætt við okkur. Er þetta ekki bara snilldar staða fyrir Ísland að vera í?

Reynir Jóhannesson, 20.4.2007 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband