Stefnubreytingar væntanlegar 2008?

424114AÞað er alveg öruggt að með Obama sem forseta, þá verða miklar stefnubreytingar í Bandaríkjunum á hans kjörtímabili(um). Ég er sammála því að það þarf að hvetja til framleiðslu á sparneytnum bílum. Leiðandi bílaframleiðendur í heiminum í dag eru þau fyrirtæki sem framleiða sparneytna bíla. Meðal verst settu framleiðendum eru meðal annars þeir bandarísku.

En svo er bara spurning hvað ríkið getur eða á að gera. Ríkisstyrk? Fella niður gjöld, tolla osfrv? Obama-lausnin: ríkið aðstoða framleiðendur fjárhagslega við að sjá hluta af fyrrum starfsmönnum sem komnir eru á eftirlaun fyrir sjúkratryggingum?


mbl.is Obama hyggst breyta orkustefnu Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Þórisson

Bandarískir bílaframleiðendur, sérstaklega Ford og General Motors, eru að kikna undan eftirlaunagreiðslum. Í einhverjum kjarasamningum sem gerðir voru þegar allt var komið í hnút tókst þeim að fá menn aftur til starfa með því að lofa góðum eftirlaunagreiðslum og hugsuðu eflaust með sér að það væri seinna tíma vandamál að greiða þær út. Nú er hins vegar komið að því og af verði hvers meðalbíls fara um 1500 dalir í eftirlaunagreiðslur!

Björgvin Þórisson, 7.5.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband