Money makes the world go around

iran_money Hvað með "money makes Iran go around? Það er þá alla vega einnig þannig með Íran, eins og með t.d. Kína, að viðskiptin leiðbeina stjórnmálamönnum þar yfir í friðsamlega hegðun. Eins og sagt er í fréttinni á mbl.is þá hagnast Íran mun meira á stöðuleika og vaxandi hagkerfi í Afganistan. Þetta sýnir okkur hversu öflug frjáls viðskipti geta verið. Ekki hafa Bandaríkin með allt vald sitt geta fengið Írana til að skipta um skoðun eða hegða sér öðruvísi. Einungis viðskipti hafa áhrif á þessa stjórn. Þann 12. febrúar 2007 lýsti Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, því yfir að Íran óttast ekki bandaríska herinn og að Íranar muni refsa Bandaríkjamönnum grimmilega ef þeir ráðast á landið.

En það er auðvita ekki í lagi að Íranar veiti Talibönum aðstoð. Við verðum að finna leið til að refsa ríkjum eins og Íran í þessu tilfelli án þess að þurfa ráðast á til dæmis efnahagskerfið. Viðskiptin/efnahagurinn er einmitt það afl sem hefur jákvæð áhrif á Íran. Viðskiptabann er að mínu mati ekki rétta leiðin. Skulum ekki vinna gegn eina aflinu sem hefur náð árangri.

Hvað ætti alþjóðasamfélagið að gera?


mbl.is Bretar saka Íran um að veita Talibönum aðstoð í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Athyglisverðar pælingar hjá þér, ég vil því kasta hér fram smá "uppskrift að velgengni" ef mér leyfist:

Meiri viðskipti = meiri þjóðhagslegur vöxtur + meiri sameiginlegir hagsmunir. Hvort sem menn eða þjóðir eru góðir eða illar þá stjórnumst við öll af hagsmunum okkar í þeirri mynd sem við sjálf skynjum þá. Meiri viðskipti = meiri samskipti = meiri þekking og betri menntun sem gerir okkur betur kleift að skynja hagsmuni okkar í víðara samhengi, sem leiðir af sér að við sjáum betur heildarmyndina og einblínum því ekki eins mikið á þrönga sérhagsmuni. Í því samhengi verður frekar augljóst hversu mikil sóun felst í fjandsamlegum átökum, sérstaklega ef þau fara fram með ofbeldi og eyðileggingu. Þetta er jafnvel hægt að sanna með stærfræðilegri nákvæmni (goggle: John von Neumann + Game Theory ef þið viljið vita meira, t.d. hvers vegna jörðin hefur ekki nú þegar verið sprengd í tætlur!) Og meiri samskipti = meiri samhugur, eftir því sem við kynnumst hvoru öðru betur þeim mun minni líkur eru á að við munum vilja sprengja hvort annað í loft upp.

Og um framtíðina:

Nú vill svo til að í Íran er menntunarstig frekar hátt miðað við heimsmeðaltal, og lítur jafnvel út fyrir að þeir muni fara svipaða leið og Kínverjar í þróunarferli þjóðríkja. Þ.e. að sleppa iðnaðarstríðsveldisstiginu sem UKUSA ríkin eru dálítið föst á og fara beint upp á upplýsinga/þjónustu-stigið. Eftir því sem Kína, Indland og fleiri festa sig betur í sessi sem stórveldi verða styrjaldir framtíðarinnar sennilega háðar í auknum mæli með fjármagni, upplýsingatækni og pólitík frekar en vopnavaldi. "Baráttan" mun snúast um hagvöxt og hugmyndir frekar en landsvæði og auðlindir sem eru og munu alltaf verða takmörkum háð. Stríðrekstur nútímans snýst hinsvegar að stóru leyti um það hver muni verða gjaldmiðillinn á þessum nýja takmarkalausa leikvelli og hverjir muni ráða leikreglunum, en þar liggja einmitt stóru hagsmunirnir. Ef hægt er að tala um "hryðjuverkastríðið" sem þriðju heimsstyrjöldina, þá mætti sennilega kalla þetta þá fjórðu. Og líka þá síðustu sem einnig hefur verið kölluð "Total war" eða allsherjar stríð, þar sem öllum ráðum er beitt til að ná yfirhöndinni, og það eina sem skiptir raunverulegu máli er niðurstaðan eða "bottom line" eins og það er stundum kallað.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.5.2007 kl. 03:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband