Of margar skoðanakannanir!

Ég veit ekki alveg með þessar kannanir. En að mínu mati fer of mikið púður í þær á til dæmis forsíðum og/eða bestu síðum dagblaða. Einnig fer of mikill tími stjórnmálamanna í að kommenta og túlka skoðanakannanir. Segja hvort sem er alltaf það sama.

Nokkrar kannanir yfir vorið og nokkrar fyrir kosningar gefa okkur góðar og fínar vísbendingar, en þetta er orðið of mikið. Stundum er maður að lesa fleiri kannanir á dag og ekkert talað um annað en fylgi flokka samkvæmt skoðanakönnun. Það væri betra að fá málefnin á forsíður dagblaðanna, ekki skoðanakannanir heldur alvöru skoðanir.

Hvað varðar fylgi flokka, þá er það bara eitt sem skiptir máli þar: alvöru atkvæði í kjörkassa.  


mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband