Orð Davíðs

DV.IS: Þá sagði Davíð að Sigmar hefði fullyrt við hann fyrir útsendingu að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á Seðlabanka Íslands væri sett fram til höfuðs Davíð. Í samtali við DV ber Sigmar það til baka.„Nei. Það er bara algjörlega rangt,“ segir Sigmar og leggur þunga áherslu á orð sín. „Við vorum nokkur þarna baksviðs og við spurðum hann: Er þetta frumvarp þá bara til að koma þér frá?“Hann segist ekkert hafa rætt það mál frekar við Davíð. „Það var mjög einkennilegt að hann skyldi nota þetta í viðtalinu því hann fór ranglega með mín orð.

 

Hann fór ranglega með þín orð Sigmar? En hvernig hefur þetta nú verið.... hefur aldrei verið farið rangt með orð Davíðs? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Gefur það þá Davíð leyfi til að fara rangt með annara orð ?

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 25.2.2009 kl. 08:57

2 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Auðvitað ekki... þetta er kannski einum of stutt færsla hjá mér og má svo sem lesa þetta svona eins og þú gerir. Hins vegar finnst mér bara alltaf áhugavert að sjá fjölmiðlafólk sem finnur fyrir einhverju álagi kvarta svona. (þeir fara sjálfur reglulega ranglega með orð manna)

Davíð mátti alveg vera harður, þar sem hann hefur þurft að sætta sig við daglegar árásir fjölmiðla og stjórnmálamanna. Svo kemur hann í eitt viðtal og fjölmiðlar verða alveg brjálaðir? Davíð var harður en afskaplega kurteis.

En hvað með Sigmar... er hann ekki einum of fjölskyldutengdur inn í yfirstjórn Glitnis (rekstrarfélagið ef ég man rétt)? Var rétt hjá RÚV/Kastljósi að láta Sigmar sjá um viðtalið? Svo hefði Sigmar ekki átt að mæta í viðtalið svona óundirbúinn.

Reynir Jóhannesson, 25.2.2009 kl. 09:13

3 identicon

Þetta er mjög málefnlalegt hjá yður.

Svona skoðun er tilbrigði við stefið ógeðfelda sem hjómar einhvernvegin svona:

 "Svo skal böl bæta með að benda á eitthva annað".

Enn og aftur ítreka ég hve þessi færsla er málefnaleg.

teitur atlason (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 09:18

4 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Svakaleg viðbrögð fær maður þegar fjölmiðlar eru gagnrýndir. Alltaf jafn áhugavert.

Reynir Jóhannesson, 25.2.2009 kl. 09:28

5 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ætli Reynir ritstjóri ætli ekki að ,,keyra þennan djö... niður" eins og hann vildi gera með Björgólf á sínum tíma. Máttur fjölmiðla er mikill með svo beitta penna eins og Reyni um borð.

Jón Baldur Lorange, 25.2.2009 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband