Neyslustýring stjórnmálamanna
15.5.2009 | 00:47
Ég hef enga trú á neyslustýringu stjórnmálamanna. Hins vegar er margt sem bendir til þess að íslenska skattkerfið verði því miður notað í þeim tilgangi að stýra neyslu almennings. Opinber gjöld á óhollustu verða hækkuð með þeim rökum að verið sé að vernda almenning. Á vef Heilbrigðisráðuneytisins segir Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra:
Ástæða er til að grípa til varnaraðgerða til að bæta tannheilsu barna og unglinga, segir heilbrigðisráðherra. (...) Öll þessi mál verðum við að skoða í heild, neyslumynstur, neyslustýringuna og áhrifin á tannheilsu barnanna. Tannheilsa þeirra verður tannheilsa allra Íslendinga, og hún mótast í framtíðinni af því sem við gerum í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Ég get samt verið sammála einu. Rétt er að efla og samræma lýðheilsustarf í landinu, efla kennslu og rannsóknir á sviði lýðheilsu, vinna að lýðheilsuverkefnum á eigin vegum og í samvinnu við aðra sem og að byggja upp þekkingasetur allra landsmanna, fagfólks jafnt sem almennings, á þessu sviði. Fræðsla getur haft góð áhrif og getur ríkið sparað mikla fjármuni með því að bæta til dæmis tannheilsu barna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:53 | Facebook
Athugasemdir
Ég er ósammála: www.sveinnbirkir.wordpress.com
Sveinn Birkir Björnsson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.