Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Íslenska leiðin

 Jæja, þá fer þetta að skýrast. Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins, hafði rétt fyrir sér og Steingrímur Joð ætti að segja af sér. Fyrir kjördag var Sigmundur Davíð sagður vera óábyrgur... en í ljós kom að það var Steingrímur J. Sigfússon sem laug í beinni um að staðan væri alls ekki svo slæm. Nú skilur maður af hverju skýrslur um fjármál eru læstar inni í leyniherbergjum - þetta er frekar óþægilegt fyrir Steingrím og því best að forðast upplýsta umræðu.

En hér í þessari frétt á mbl.is segir:

Tæplega 40 prósent af eignum nýju bankanna þriggja voru flokkuð sem slæm lán í minnisblaði ráðgjafarfyrirtækisins Oliver Wyman frá því í janúar.

Í minnisblaði Wymans, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, segir orðrétt: „núverandi staða Íslands er verri en nokkur kreppa sem einstök þjóð hefur þolað síðan í kreppunni miklu“. Því er það mat fyrirtækisins að íslenska bankakreppan sé sú alvarlegasta sem hafi hent þjóðríki í tæp 80 ár.

Máli sínu til stuðnings ber Wyman áætlað hlutfall slæmra lána í nýju íslensku bönkunum saman við kreppur í Taílandi (33 prósent), Kóreu (18 prósent), Svíþjóð (18 prósent) og Noregi (níu prósent) sem öll gengu í gegnum miklar bankakreppur á síðustu tveimur áratugum.

Já, við erum kannski ágætlega "skrúd" ef svo má til orða taka. Hins vegar veltir maður fyrir sér hvort þessi sérhannaða "íslenska leið" út úr kreppunni miklu sé sú rétta:

Hafa stýrivexti á bilinu 15,5 til 18% og fá risa-lán hjá AGS/IMF sem við munum ekki nota til að styðja við gjaldmiðilinn sem við viljum ekki eiga.


mbl.is Um 40 prósent lána slæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíðarsýnin


Sjálfstæðismenn munu veita nýrri ríkisstjórn öflugt aðhald

Fyrir kjördag grunaði mig að Samfylkingin og Vinstri grænir væru búin að semja um næsta ríkisstjórnarsamstarf... eða að minnsta kosti hvernig ætti að takast á við ESB hlið stjórnarsamstarfsins. Svo virðist ekki vera.

Valmöguleikarnir virðast vera þessir:

- Samfylking, Vinstri Grænir

- Samfylking, Vinstri Grænir, Framsókn

- Samfylking, Vinstri Grænir, Borgarahreyfing

- Samfylking, Framsókn, Borgarahreyfing

Hvað stjórnarandstöðu varðar, þá mun Sjálfstæðisflokkurinn þurfa að veita nýrri stjórn aðhald en jafnframt styðja hana þar sem rétt er farið að.
mbl.is Nýtt Alþingi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðinda vinnubrögð vinstristjórnar

Það er ekkert samkomulag í höfn við Vinstri hreyfinguna grænt framboð um Evrópusambandsaðild. „Fyrsta verk í stjórnarmyndunarviðræðum, fáum við til þess styrk, verður hins vegar að ræða það mál,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar á Stöð 2. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG sagði í sama þætti; „Við teljum ekki hægt að ganga í ESB og hingað til höfum við verið talin stefnufastur flokkur.“
 

Ég gefst upp á þessu liði... þetta ætlar engan endi að taka hjá þeim. Það á greinilega ekki að gefa kjósendum skýr svör heldur á að ræða málin EFTIR kosningar?!?! Hvernig ætli þetta lið væri ef það væri í stjórnarandstöðuhlutverkinu í dag?


mbl.is Ekkert samkomulag um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af steingrímum og blekkingum

Formaður Framsóknarflokksins talar um leyniskýrslu um slæma stöðu íslensku bankanna. Steingrímur Joð segist ekki hafa aðgang að skýrslunni og hefur því ekki lesið hana. Samt hafnar hann innihaldi hennar. Hvernig er það hægt? Jóhanna og Steingrímur reyna nú í sjónvarpinu að snúa umræðunni við... þau vilja fá svör við því hvar Sigmundur Davíð fékk þessar upplýsingar sem hann talar um. Af hverju vilja þau ekki ræða stöðu mála? Er það vegna þess að vinstristjórnin hefur ekki gert neitt af viti í efnahagsmálum?

Steingrímur segist ætla að kynna þessa skýrslu eins fljótt og hægt er = eftir kosningar.

Þessi orð Steingríms er með því lélegara sem ég hef heyrt lengi og ætti hann að skammast sín fyrir að víkja frá fyrri loforðum um að leggja öll spilin á borðið. Þetta er ekkert annað en blekkingar korter fyrir kosningar.

Steingrímur stóð sig illa í sjónvarpinu í kvöld og hann á bara heima í stjórnarandstöðu á þingi. Hann er lélegur í stjórn - strax farinn að stunda kosningasvik. Ég held að flestir hafa fengið meira en nóg af blekkingum og leyniskýrslum... Steingrímur skynjar það kannski ekki lengur þar sem hann er valdhafinn í þessari umræðu.

Vinstristjórnin ætlar ekki að sýna sitt rétta andlit fyrr en eftir kosningar.

 


mbl.is Samfylkingin enn stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG eða Samfylking að trufla ESB?

Annar stjórnarflokkurinn? Ég trúi því nú varla að Samfylkingin sé að trufla ESB.

Annar stjórnarflokkurinn á Íslandi kom í dag í veg fyrir að aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins, auk ESB-ríkjanna eru það Ísland, Noregur og Liechtenstein, samþykktu ný lög frá Brussel um starfsemi á sviði þjónustu, þjónustutilskipunina svokölluðu, að sögn vefsíðu Dagbladet í Noregi. ... stjórnvöld á Íslandi hafi sagt nei, þau hafi viljað bíða eftir niðurstöðu Alþingiskosninganna á morgun. 

En ekki skil ég af hverju niðurstaða Alþingiskosninga ætti hér að skipta einhverju máli? Getur ekki fréttamaðurinn hringt í Jóhönnu eða Steingrím og spurt af hverju þetta fór svona? Fréttin um þetta mál á Eyjunni er nú eitthvað betri en þessi á mbl, útskýrir málið betur: Fréttin á Eyjunni

Og talandi um áhrif Íslands innan ESB... hér er sagt að Íslandi hafi komið í veg fyrir þessi lög, en að:

- það hefur engar raunverulegar afleiðingar. Lögin taka gildi í árslok 2009.

- samþykkt ríkisstjórnar er talin formsatriði.

Glæsileg áhrif eða hvað?


mbl.is Frestuðu samþykkt á ESB-lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisflokkurinn


mbl.is Sögulegar kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáranleg fyrirsögn

Það er alveg rétt að Þorgerður Katrín nefnir álið, hins vegar kemur hvergi fram í þessari frétt að álið muni leysa vandann. Léleg fréttamennska segi ég bara.

Þessi fyrirsögn er bara sett til gera lítið úr tali sjálfstæðismanna. Álið eitt og sér mun ekki leysa vandann og sjálfstæðisflokkurinn heldur því ekki fram. Hins vegar er mikilvægt að orkufrekur iðnaður fái að starfa hér á landi, það vera kísilverksmiðja, netþjónabú, álver o.s.frv.

Íslendingar eiga að nýta þessa endurnýjanlegu orku! Ég skil eiginlega ekki af hverju þessir vinstri grænu vilja ekki nýta græna Ísland... þeir eru kannski ekkert grænir, heldur bara vinstri?


mbl.is Álið leysir vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar aðferðir með nýjum forseta?

Bandarískir embættismenn segja, að leiðtogum Ísraels, Egyptalands og heimastjórnar Palestínumanna hafi verið boðið til Bandaríkjanna í byrjun júní til viðræðna um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs.
 

Ég hef mikla trú á því að nýr forseti í Bandaríkjunum muni beita réttum aðferðum í alþjóðasamskiptum. Svo bíðum við nú ennþá eftir því að fá hann Obama í heimsókn til Íslands. 


mbl.is Leiðtogum Miðausturlanda boðið í Hvíta húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarafundurinn

Helgi Hjörvar á borgarafundinum: sagðist ekki geta útilokað skattahækkanir en vildi ekki kveða upp úr um hvort skattar yrðu hækkaðir eða ekki.

Hvað ertu að reyna segja Helgi? Eitt svakalegast stjórnmálasvar sem ég hef séð. Af hverju ekki bara neita að svara spurningunni í stað þess að bulla svona?

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og oddviti Vinstri-grænna í Reykjavík norður, á borgarafundinum: segir að það verði hvort tveggja að hækka skatta og lækka laun til að vinna upp í fyrirsjáanlegan fjárlagahalla.

Jahérna... ég er orðlaus. Gengið fellur og Katrín vill einbeita sér að því að breyta stjórnarskrá lýðveldisins, lækka laun og hækka skatta. Í hvaða heimi býr þetta fólk?


mbl.is Stjórnarskráin áfram á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband