Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ánægður með þig Höskuldur
25.2.2009 | 21:17
Ég hef sagt það áður hér á bloggi mínu: við verðum að vernda sjálfstæði þingmanna og veita Alþingi alvöru völd á ný. Einstakir ráðherrar og þingmenn voru alveg brjálaðir þegar Höskuldur neitaði að afgreiða eitt mál minnihluta-vinstristjórnar (seðlabankafrumvarpið) í nefnd svo það gæti farið beint í 3. umræðu.
Höskuldur er þingmaður og er einungis að sinna sínu starfi. Hvað er framkvæmdarvaldið eiginlega að hugsa þegar það ræðst svona á einstaka þingmenn fyrir ekki neitt? Vill Steingrímur Joð stjórna Alþingi eins og það sé afgreiðslustofnun framkvæmdarvaldsins? Hér er verið að semja og samþykkja seðlabankafrumvarp á hraðferð. Gott að hafa menn eins og Höskuld sem er augljóslega að fylgjast vel með.
Ég vona að þessi maður verði á þingi eftir kosningarnar í vor!
Peningastefnunefnd skal gefa út viðvörun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Orð Davíðs
25.2.2009 | 08:46
DV.IS: Þá sagði Davíð að Sigmar hefði fullyrt við hann fyrir útsendingu að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á Seðlabanka Íslands væri sett fram til höfuðs Davíð. Í samtali við DV ber Sigmar það til baka.Nei. Það er bara algjörlega rangt, segir Sigmar og leggur þunga áherslu á orð sín. Við vorum nokkur þarna baksviðs og við spurðum hann: Er þetta frumvarp þá bara til að koma þér frá?Hann segist ekkert hafa rætt það mál frekar við Davíð. Það var mjög einkennilegt að hann skyldi nota þetta í viðtalinu því hann fór ranglega með mín orð.
Hann fór ranglega með þín orð Sigmar? En hvernig hefur þetta nú verið.... hefur aldrei verið farið rangt með orð Davíðs?
Seðlabankamálið og samningatækni
24.2.2009 | 15:41
Nú er ég nemi í alþjóðasamskiptum við HÍ þar sem við lærum meðal annars samningatækni. Hvers konar hegðun er viðeigandi til að hámarka árangur í viðræðum?
Meðal annars er þar farið yfir hugsanlegar afleiðingar óviðeigandi "yfirlýsinga". Hér er alveg ljóst að ný ríkisstjórn hefur með sínum yfirlýsingum og hegðun ekki staðið í "viðræðum". Heldur gert allt brjálað... sem er samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga í samningatækni einmitt það sem á ekki að gera. Til dæmis að senda seðlabankastjórum bréf og fara með það beint í fjölmiðla? Hvaða rugl var það?
Ríkisstjórnin hefur klúðrað þessu seðlabankamáli... ég er ekki með þessu að segja að seðlabankinn hafi gert allt rétt. Hins vegar er það á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að beita réttum aðferðum. Ég legg til að allt þetta fólk sem tengist seðlabankamálinu lesi eftirfarandi bók og geri sér grein fyrir mikilvægi tilfinninga í samningaviðræðum: Beyond reason (ódýr.. einungis kr. 1.980 hjá Bóksölu stúdenta í Háskóla Íslands)
Furðar sig á vinnubrögðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Atvinnuleysið burt!
24.2.2009 | 14:44
Verslunin mun rísa á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað er í gangi?
24.2.2009 | 14:26
Hvaða harðræði er þetta í mönnum? Hér er augljóslega ekki verið að tefja málin af óþörfu heldur er þingmaðurinn Höskuldur Þórhallsson að vanda sig í sínu starfi. Er það eitthvað sem ný ríkisstjórn þolir ekki? Ef þingmenn vilja kanna mál betur þá eiga þeir rétt til þess. Við viljum styrkja stöðu þingsins og ein afleiðing þess er að töf eins og þessi getur komið upp. Það er fullkomlega eðlilegt og ætti framkvæmdarvaldið (sem er ekki með alræðisvald hér á landi) að skammast sín fyrir að leggjast svona á Höskuld og saka hann um að vera svokallaður "Davíðsmaður". Svo er það nú annað mál.. að mér finnst menn ekki eitraðir þótt þeir séu vinir eða stuðningsmenn Davíðs.
Illugi Jökulsson var með bloggfærslu um þetta mál á DV.is og notaði einmitt þetta Davíðs-tal. Þvílík vitleysa.
Höskuldur í háskaför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rugl að fresta kosningum
24.2.2009 | 14:13
Hvað voru þessir menn (og konur) að hugsa þegar reynt var að fresta kosningum? Á Alþingi er nú verið að ræða stöðu og starfsumhverfi íslenskrar verslunar. Mæli með umræðunni.
...og er það satt að Davíð Oddsson sé gestur í Kastljósi í kvöld?
Kosningar verða 25. apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eignarhald fjölmiðla
20.2.2009 | 15:38
Þrjú tilboð bárust í Árvakur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
The Future of the Grassroots Movement
20.2.2009 | 00:23
Ánægður með þetta!
19.2.2009 | 13:01
Tónlistarhúsið fær grænt ljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hugmyndasamkeppni fyrir fyrirtækin
19.2.2009 | 12:24
3.500 fyrirtæki stefna í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |