Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Nýtt afl innan alþjóðlegra stjórnmála

Web%20sarkozy_fr_am_fundation_091206 Með góðu samstarfi á seinni hluta 20.aldar þá náðum við til dæmis að stofna SÞ, NATO, EFTA, ESB, IMF, World Bank, WTO, WHO o.fl. Við náðum að móta alþjóðlegt stjórnmálasamfélag ásamt því að ná efnahag Evrópu upp úr rústunum eftir stríð.

Ef það kemur til frekari togstreitu á milli Bandaríkjanna og Evrópu á það ekki eftir að þjóna neinu, þessi tvö heismveldi verða að vinna saman. Vinna saman til að takast á við aukna alþjóðavæðingu, öryggis- og varnarmál, þróun alþjóðastofnana o.fl.

Ég er nokkuð viss um að Sarkozy mun afreka margt gott sem forseti Frakka. Þá sérstaklega til að bæta tengsl og samskipti Frakklands/Evrópu við Bandaríkin. Nicolas Sarkozy í Frakklandi og Barack Obama í Bna,  alþjóðasamfélagið þarf á þessum nýju leikmönnum að halda.
mbl.is Bush óskar Sarkozy til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti Frakklands: Nicolas Sarkozy

Picture 1Hægrimaðurinn Sarkozy sigraði forsetakosningarnar í Frakklandi í dag. Hann hefur núna lýst yfir sigri opinberlega. Ségolène Royal, frambjóðandi sósíalista í forsetakosningum í Frakklandi í dag, viðurkenndi ósigur sinn fyrir Nicolas Sarkozy, frambjóðanda hægrimanna. Fréttastöðin France24 hefur birt frétt, myndband og nánari umfjöllun af nýja forseta sínum.

Sarkozy á FRANCE24 og Time.com 

 

 

CNN: New French leader: U.S. can rely on our friendship


mbl.is Sarkozy lýsir yfir sigri í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frivolous lawsuits beware!


Forseti Frakklands: alþjóðlegur stjórnmálamaður

MBL.IS: "Belgískir fjölmiðlar spá því að Nicholas Sarkozy hafi sigur í forsetakosningunum sem lýkur í Frakklandi klukkan 18 að íslenskum tíma, og fái rúmlega 53% atkvæða. Keppinautur hans, Segolene Royal, fái um 47%. Belgíska vefsetrið 7sur7 segir að samkvæmt útgönguspá sem innanríkisráðuneytið í París hafi látið fjölmiðlum í té verði Sarkozy kjörinn með 53,5% atkvæða, en Royal hljóti 46,5%."

Það er nú bara þannig að þessi kosning er mikilvæg einnig fyrir okkur Íslendinga. Alþjóðasamfélag er að mótast og þar er forseti Frakklands einn af forystumönnum. Einn af forystumönnum Evrópusambandsins og alþjóðlegra stjórnmála. Með nýjum forseta í Frakklandi má spryja til dæmis: "Hvernig verða samskiptin á milli Frakka og Bandaríkjamanna?" eða "Hvernig mun Evrópusambandið þróast á næstu árum?" 


mbl.is Samkvæmt útgönguspám í Frakklandi fær Sarkozy 52-55% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvirfilbylur á Íslandi?

427462ASex manns létu lífið þegar hvirfibylur lagði stóran hluta bæjarins Greensburg í Kansas í rúst í nótt. En hvað er hvirfilbylur? Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur(prófessor í veðurfræði við HÍ), hefur skrifað svar á visindavefur.hi.is.

VISINDAVEFUR.HI.IS: Hvirfilbylur eða skýstrokkur er loft sem snýst ógnarhratt í hring, líkt og iða sem myndast yfir útfalli í baðkari þegar vatnið streymir út. Í samanburði við lægðir og fellibylji eru hvirfilbyljir örsmáir og skammlífir, en vindhraðinn í þeim getur samt verið meiri. Hvirfilbyljir eru aðeins nokkur hundruð metrar í þvermál, en ferðast hæglega á annað hundrað kílómetra á 1-2 klukkustundum. Vindhraði í hvirfilbyljum getur farið yfir 100 m/s og er eyðilegging í samræmi við það. [...] Hvirfilbyljir myndast í mjög óstöðugu lofti, gjarnan í grennd við þrumuveður. Þeir tengjast miklu uppstreymi á takmörkuðu svæði. Í stað þess lofts sem streymir upp leitar loft inn að miðju uppstreymisins og við það margfaldast snúningur þess, líkt og þegar listdansari á skautum leggur hendurnar upp að líkamanum.tornado_170304

Öflugir hvirfilbyljir eru algengir á vorin í Bandaríkjunum og einnig í Ástralíu. Nýlegar rannsóknir benda til að hvirfilbyljir séu einnig algengir á Bretlandseyjum, en þar eru þeir oftast vægir. Hvirfilbyljir eru sjaldgæfir á Íslandi, og yfirleitt ekki svo ýkja öflugir þá sjaldan þeir verða. Þó eru til frásagnir frá fyrri öldum um veðurskaða sem líklega tengist hvirfilbyljum. Sagt er frá hvirfilbyljum eða skýstrokkum á Íslandi í tímaritinu Veðrinu árin 1958 og 1961.


mbl.is Hvirfilbylir bana sjö í Kansas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Royal og Sarkozy á Deiglunni í dag

Góður pistill á Deiglunni í dag. Það er Fanney Rós Þorsteinsdóttir, héraðsdómslögmaður, sem skrifar um forsetakosningarnar í Frakklandi. Síðasta umferð kosninganna fer fram á morgun. Á Deiglunni skrifar Fanney Rós meðal annars:

"Með kosningunum tekur ný kynslóð við í frönskum stjórnmálum, enda eru báðir frambjóðendurnir meira en tuttugu árum yngri en Jacques Chirac, fráfarandi Frakklandsforseti. Royal er fyrsta konan sem nær í aðra umferð forsetakosninga og Sarkozy er fyrsti frambjóðandinn sem á erlendan föður – en faðir hans flúði Ungverjaland í tíð kommúnista. [...] Hver svo sem niðurstaða kosninganna á morgun verður er ólíklegt að mikilla breytinga sé að vænta á utanríkisstefnu Frakklands." 

LESA PISTIL 


Kosningasjónvarp eða Eurovision?

logoofficial3bj3ql6Það ætti nú að vera áhugavert fyrir félagsvísindamenn á Íslandi að skoða nánar hegðun kjósenda á þessu kosningakvöldi. Því oft er sagt að stjórnmálaflokkar nú á dögum þurfa að keppa við allt mögulegt eins og til dæmis tölvuleiki, íþróttaatburði, almennt sjónvarp og til dæmis  sérstaklega sjónvarpsefni eins og Eurovision. Þá til að ná athygli kjósenda.

Þess vegna væri kannski sniðugt að rannsaka hegðun Íslendinga á þessu kvöldi, og sjá hversu margir horfa á:

1. Kosningasjónvarpið

2. Eurovison

3. Kosningasjónvarpið og Eurovision

4. Hvorki kosningasjónvarp né Eurovision

Ég ætla mér nú að horfa á Eurovison og kosningasjónvarpið. Vonandi verður einhver kosningavaka sem sýnir bæði. :P En svo er ekkert öruggt að Ísland verði með í lokaumferð í Eurovision. Ef það endar þannig þá er nú minnsta mál að sleppa Eurovision. 


mbl.is Fyrsta æfingin í Helsinki í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

President Sarkozy

Sarkozy mælist með 55% fylgi. Royal einungis 45%. 91% Frakka hafa gert upp hug sinn.

Ég byrjaði að blogga um þessar kosningar eftir fyrstu umferð. Þegar ég hafði ekki kynnt mér kosningarnar, þá reiknaði ég með því að Royal var nokkuð örugg með þetta. Alla vega samkvæmt fréttaflutningi hér á landi. 

Það er ánægjulegt að vinstrimenn tapa fylgi og var það sem forsetaframbjóðenda þeirra sagði fyrr í dag til skammar. Úr frétt á mbl.is: "Segolene Royal varaði í morgun við því að Frakkland gæti orðið vitni að ofbeldi og átökum ef Nicolas Sarkozy vinnur forsetakosninguna á sunnudaginn kemur..."

Nú veit ég ekki hvenær þessi könnun var framkvæmd, hvort dagurinn í dag hefur haft einhver áhrif. En það er alveg klárt mál að slíkar árásir hafa öfug áhrif og mun hún bara tapa á þessu.

mbl.is Sarkozy eykur enn forskot sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mín spá - alþingiskosningar 12.maí nk.

fylgiflokkannaÞað styttist í kosningar. Í nokkrar vikur núna hefur verið spurningakönnun hér á blogginu þar sem spurt var hvað fólk ætlar að kjósa. Ég ætla mér að vera svo "vísindalegur" og nota þessa frábæru könnun þar sem rúmlega 100 manns tóku þátt (ekkert verri könnun en það sem Fréttablaðið birtir:P). Nota svo niðurstöðuna til að spá um úrslit kosninganna, þar sem ég held að þetta sé nokkuð sambærilegt þeim könnunum sem hafa verið birtar síðustu vikur. Leyfi mér nú samt að nota 2 prósent skekkjumörk. Mín spá verður þannig séð þessi:

 

Sjálfstæðisflokkurinn:     

35,2%      (37,2%)     39,2%

Samfylkingin:
                   

21,1%      (23,1%)     25,1%

Vinstri grænir:                    

14,5%      (16,5%)     18,5%

Framsóknarflokkurinn:       

11,2%      (13,2%)     15,2%

Íslandshreyfingin:                

4,5%        (6,6%)       8,6%

Frjálslyndi flokkurinn:           

0,5%        (2,5%)       4,5%

Sjálfstæðisflokkurinn mun vera nær efri öryggismörkum. Það veit nú engin hvernig vinstrimenn landsins ætla að raða sér niður, bara vitleysa í henni Ingibjörgu þegar hún segir að Samfylkingin sé fullmótaður flokkur jafnaðarmanna. Mig grunar að Framsókn gæti farið upp í 13-15%. Ég er alla vega nokkuð viss um að núverandi ríkisstjórn mun ná kringum 50%.

Frjálslyndi flokkurinn er að mínu mati alveg að missa sig og hefur ekki náð að markera sig í þessari kosningabaráttu. Það sama gildir um Íslandshreyfinguna. Þessir flokkar eru bara alls ekki að ná þeim árangri sem margir reiknuðu með. Annað hvort verður Íslandshreyfingin sigurvegari þessara flokka á botninum, eða þá verða þeir nokkuð jafnir. Frjálslyndir verða ná kannski 4-5% fylgi.

Ég vona þá bara að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Eiríkur fari af með sigur þetta kvöld 12. maí nk. Eurovision og Alþingiskosningar á sama kvöldi :P Algjör snilld.


mbl.is Fylgishreyfing mest meðal kvenna á vinstri vængnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hegðun utanríkisráðherra Mottaki ekki til fyrirmyndar

USA_IranBandaríkjamenn slitu samband sitt við Írana árið 1980. Það eru núna 27 ár síðan og kannski tímabært að þessir aðilar komi sér saman aftur í þeim tilgangi að ná samkomulagi um frið, samstarf og sameiginleg markmið. En G.W.Bush er kannski ekki rétti maðurinn í þetta, og því vona ég að Barack Obama verði næsti forseti Bandaríkjanna. Ég tel það mun líklegra að hann muni ná árangri með nýrri utanríkisstefnu.

Rice er öflugur stjórnmálamaður. Kannski hefði hún átt að vera utanríkisráðherra næsta forseta. Hún hefur staðið sig vel, enda er ekki einfalt að vera utanríkisráðherra Bandaríkjanna(sérstaklega núna). En þessi vandarmál eru ekki einungis Bandaríkjamönnum að kenna. Íranar og Írakar bera einnig ábyrgð. Hegðun utanríkisráðherra Írans, Manouchehr Mottaki, er ekki til fyrirmyndar.

Alþjóðastjórnmálin eru flókin, enda eru fræðimenn ekki einu sinni sammála um hvað hnattvæðing er eða hvernig ríki eiga að hegða sér í henni. Ég fer í próf í Alþjóðavæðingu núna kl 1330. Kannski fær maður spurningu um samskipti ríkja í alþjóðavæðingunni eða eitthvað tengt öryggi.


mbl.is Íranar saka Bandaríkin um að bera ábyrgð á hryðjuverkum í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband