Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Nafnlausi kröfuhafinn

Í allri umræðunni um efnahagsmál á Íslandi eru ákveðin orð eða heiti notuð reglulega. Sem dæmi má nefna: „erlendir fjárfestar“, „kröfuhafar bankanna“ og „eigendur jöklabréfa“. Hvernig stendur eiginlega á þessu endalausa nafnleysi?

Upplýsingar um eignarhald
Það eru ekki vélmenni á bak við orðin „fjárfestir“, „eigandi“ eða „kröfuhafi“. Heldur einstaklingar eða fyrirtæki/sjóðir í eigu ákveðinna einstaklinga. Stundum finnst mér upplýsingar um eignarhald vera flokkaðar sem „top secret“ eða þær séu hreinlega ófáanlegar. Hvernig stendur á því að svona erfitt reynist að birta lista yfir t.d. kröfuhafa íslensku bankanna eða eigendur jöklabréfa? Einhver hlýtur að vera með yfirlit yfir eigendur þessara „þjóðhagslega mikilvægu“ eininga á fjármálamarkaðnum hérlendis sem njóta m.a. ríkisábyrgðar. Eða sér Fjármálaeftirlitið (FME) um eftirlit með kerfi sem það veit afskaplega lítið um?

Hver er ábyrgð erlendra fjárfesta?
Ég heyri oft stjórnmálamenn og aðra tala um að vernda erlenda fjárfesta/kröfuhafa svo þeir muni þora að fjárfesta hér á ný í framtíðinni. Voru það ekki einmitt erlendir fjárfestar sem tóku ákvörðun um að lána íslenskum bönkum í einkaeigu yfir 15 þúsund milljarða? Þarf ekki að gera athugasemd við það að einhver tók ákvörðum um að lána íslenskum bönkum slíkar fjárhæðir? Ég vil gjarnan fá að aðgreina hvaða erlendu fjárfesta ég tek þátt í að vernda sem skattgreiðandi. Það er ljóst að þeir sem tóku áhættuna á því að fjárfesta svona gríðarlega hér á landi verða einnig að axla ábyrgð.

Íslenska ríkið og þar með íslenskir skattgreiðendur sáu fyrir tryggingu allra innistæðna í íslenskum bönkum. Fjárfestar, eða kröfuhafar bankanna, treystu á ríkisábyrgðina og tryggðu ekki krónu sjálfir. Ég á rétt á að vita hvaða kröfuhafar hafa notið íslensku ríkisábyrgðarinnar. Að mínu mati verður hið víðfræga „gegnsæi“ að vera í lykilhlutverki þegar kemur að endurreisn íslenska efnahagslífsins sem og þess alþjóðlega. Almenningi eða að minnsta kosti yfirvöldum ber að eiga allar upplýsingar um eignarhald svo hægt sé að veita kerfinu almennilegt aðhald og öflugt eftirlit.

Frelsi.is, 26. júní 2009.


Quality, not quantity!

Svipuð samþjöppun á sér stað t.d. á blogginu líka, það eru gæðin á þessum 10% virkustu / vinsælustu sem skiptir máli.

- Á Íslandi fara flestir inn á Mbl.is og Visir.is til að lesa fréttir á netinu. Færri fara á Eyjan.is, Pressan.is o.s.frv.

- Hversu margir einstaklingar skrifa til dæmis efni í dagblöðin á Íslandi samanborið við fjölda lesenda dagblaðanna(=notendur)? Kæmi mér ekki á óvart ef það er undir 10%.


mbl.is Er Twitter-bólan sprungin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndband: Mótmæli á Austurvelli

Sjá hér: http://qik.com/video/1836493


mbl.is Skriflegt samkomulag í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skatttekjur Breta í Icesave-málinu

Hvernig var þetta aftur með skattlagningu á Icesave? Ekki voru Bretar að kvarta þegar þeir fengu tekjur vegna Icesave. Bretar innheimtu skattana tengda Icesave reikningunum... bera þeir samt enga ábyrgð? Eins og Icesave samningurinn er núna þá er Ísland að taka ansi mikið á sig með okurvöxtum.

Ættu Bretar að minnsta kosti ekki að draga frá þær tekjur sem breska ríkið innheimti í tengslum við Icesave? Auðvitað allt á 5,5% vöxtum.


mbl.is Margir skrá sig gegn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöndum saman!

Alveg rétt hjá Vilhjálmi Egils. Nú þurfum við að standa saman, standa saman GEGN þessum samningi. Mótmælum samningsskilyrðum, neitum að borga og sendum jafnvel sendiherra Breta heim. Ég hef fengið nóg!
mbl.is „Allir þurfa að standa saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur Breta í Icesave-málinu

Var það ekki Steingrímur Joð sem sagði að niðurstaðan í Icesave málinu yrði ásættanleg? Af hverju erum við Íslendingar ekki að fagna eins og Bretar?
mbl.is Bretar fagna Icesave-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bækur á undan skýrslum

Þær eru farnar að vera margar bækurnar um bankahrunið. En ekkert sést í alvöru aðgerðir stjórnvalda. Ríkisstjórnin ætti kannski að ráða til sín nokkra rithöfunda, þá kæmist kannski eitthvað í verk.

Það gengur svo hægt hjá þessari ríkisstjórn að það mætti skýra hana Hina Norrænu Sniglastjórn.


mbl.is Davíð lét AGS heyra það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reiðhjólamenn með slökkvitæki

 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins barðist nú undir kvöld í um einn og hálfan klukkutíma við gróðureld, sem kviknaði í Vífilsstaðahlíð í Heiðmörk. Hópur manna, sem var í svonefndu fjallabruni á reiðhjólum (...) hefðu reynt að hella vatni og gosi á eldinn og sprautað úr slökkvitæki, sem einn hafði meðferðis en ekkert gekk.

Þvílík vitleysa að skilja kolagrill eftir í Heiðmörk á þessum árstíma. En sú tilviljun að menn í fjallabruni hafi haft slökkvitæki meðferðis. Spurning hvort maður taki eitt stykki slökkvitæki með í næstu hjólreiðaferð í Fossvoginum/Öskjuhlíðinni á leið í vinnuna. Aldrei að vita hvenær slíkt tæki gæti komið að gagni.http://blogs.reuters.com/photo/files/2007/11/mario-bike.jpg

En af hverju hafa menn í fjallabruni eiginlega slökkvitæki meðferðis? :-/ Myndin tengist þessu máli ekki neitt... fannst hún bara henta vel með færslunni. :P


mbl.is Börðust við eld í Heiðmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þróun miðborgar

Nú er verið að ræða hvort það eigi að halda áfram með byggingu tónlistarhússins eða ekki. Alþingismönnum ber auðvitað að taka þessa umræðu og fara vel yfir öll útgjöld ríkisins.

Hins vegar þurfa alþingismenn og aðrir einnig að huga að heildinni. Ef tónlistarhúsið verður látið standa eins og það er í dag mun allt bryggjusvæðið í Reykjavík líða fyrir enn ömurlegra ástand svæðisins... sem og miðbærinn. Það verður að sjálfsögðu að endurskoða áætlanir, en reynum nú samt að hugsa þetta mál til lengri tíma. Reynum að finna ásættanlega leið til að klára verkefnið. Til dæmis lengja byggingartíma, minnka byggingarmagn, byggja í áföngum, útvíkka notkunarsvið hússins o.s.frv.


mbl.is Deilt um tónlistarhús á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hello Europe!

Eurovision í kvöld og við ætlum auðvitað að ná íslenska markmiðinu: 2. sæti! Sem þýðir frábær árangur án þess að þurfa að halda fimm milljarða keppni hér á landi á næsta ári. Hér eru 10 pælingar í tengslum við Eurovision.

Þeir sem þekkja mig vita að ég er enginn sérstakur Eurovision aðdáandi. Hins vegar hef ég alltaf haft gaman af því að horfa á þetta og skemmti mér ávallt þegar stigin eru lesin upp. Við elskum þær þjóðir sem gefa Íslandi stig en bölvumst út í þau ríki sem gefa okkur ekki neitt. Hér eru nokkrar Eurovision pælingar:

1. Kynnarnir í undankeppninni voru alveg einstaklega lélegir. Sérstaklega þegar þeir ýttu á „töfratakkann“ til að sækja niðurstöður úr símakosningu. Þeir voru einum of vandræðalegir þarna á sviðinu... ég hálf vorkenndi þeim. Ég væri til í að senda Hörð Torfason til að mótmæla þessu í Rússlandi.

2. Ég hef aldrei verið talsmaður þess að banna ákveðna tónlist... en come on, það eru ákveðin lög í þessari keppni og jafnvel í úrslitum sem mætti alveg banna.

3. Varðandi búlgarska lagið... þá er eins og einhver þar hafi „brainstormað“ um hvernig mætti smíða fullkomið Eurovision lag án þess að á einhverjum tímapunkti hafi verið sagt: „Nei, þetta gengur ekki“. Lagið endaði bara í fullkomnu slysi á alla vegu.

4. Þegar níu ára gamla frænka mín sá lélegt lag í undanúrslitakeppninni spurði hún: „Ef þetta lag sigraði í sínu heimalandi... hvernig voru eiginlega hin lögin sem töpuðu?“ Góð spurning. Hins vegar verður maður að viðurkenna það að Danir sendu sitt næst besta lag í aðalkeppnina. Hin íslenska Hera var áberandi betri. Spurning hvort Danir séu eitthvað fúlir út í Íslendinga?

5. Hver skrifaði eiginlega brandarana sem kynnarnir fóru með? Af þeim fimm milljörðum króna sem fóru í keppnina virðast ekki margar krónur hafa ratað í brandaraskrif.

6. Sviðið er alveg magnað í þessari keppni. Þessi stíll þekkist vel á Íslandi og gengur undir nafninu „2007“. Afar sjaldgæfur á Íslandi nú á dögum.

7. Ísland verður í 2. sæti á eftir Norðmönnum.

8. Er það bara ég en eru ekki Norðurlandaþjóðirnar að taka þessu full alvarlega nú í ár? Núna finnst mér eins og að allir hinir (aðallega Austur-Evrópa) séu að reyna toppa Silvíu-night.

9. Gaman að sjá öll Norðurlöndin í úrslitum - loksins getum við smalað stigum! Iceland 12 points! Þetta munum við heyra oft í kvöld!

10. Þessi keppni er frábær kynning fyrir Rússland og mig dauðlangar að heimsækja Moskvu!

Góða skemmtun í kvöld og áfram Jóhanna Guðrún!

Deiglan.com, 16. maí 2008.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband