Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Superobama
21.3.2009 | 15:17
Börn eignast nýja ofurhetju - Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fylkingar og endurnýjun
11.3.2009 | 08:41
Beðið eftir Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sundurfylkingin
11.3.2009 | 08:19
Agnes Bragadóttir, blaðamaður, sagði á Bylgjunni í morgun: "Þetta verður ekki Samfylkingin, heldur Sundurfylkingin". Getur þetta verið samfylking án Ingibjargar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rafræn stjórnmál - ódýr og þægileg
10.3.2009 | 23:20
Þróun samskipta á netinu er áhugavert viðfangsefni. Vegna prófkjörsbaráttu og kosninga í vor hef ég í nokkur skipti rætt við vini um tengingu stjórnmálamanna við slíka samskiptavefi eins og t.d. Facebook. Það sem kemur manni á óvart er að sumum finnst viðvera stjórnmálamanna þar óþolandi... sagt er að þetta sé of mikið áreiti.
Hins vegar spyr ég: Er ekki jákvætt að stjórnmálamenn geri sitt besta til að nálgast kjósendur? Er ekki jákvætt að stjórnmálamenn finni ódýrari eða jafnvel ókeypis samskiptaleiðir til að skera niður kostnað?
Kostnaðarhlið þessa máls getur auðveldað nýjum og kannski sérstaklega ungum frambjóðendum að ná árangri. En varðandi áreitið, þá er hægt [á Facebook] að velja og hafna því sem maður vill fylgjast með. Þannig séð hefur maður mun meiri stjórn á "áreitinu" á Facebook heldur en til dæmis ef stjórnmálamenn hefðu þurft að hringja, senda tölvupóst eða senda kjósendum fullt af bæklingum og fundarboðum í pósti (sem kostar sitt).
Mín niðurstaða er sú að samskiptavefir eins og t.d. Facebook séu ákjósanlegri heldur en margar aðrar samskiptaleiðir í kosningabaráttum.
Samskiptasíður vinsælli en tölvupóstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvar er ríkisstjórnin?
9.3.2009 | 09:41
Ríkið tekur Straum yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að axla ábyrgð
7.3.2009 | 20:07
Björgvin G. efstur í prófkjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Glæsilegt, XD með mest fylgi
5.3.2009 | 18:40
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
R-listi á Alþingi?
5.3.2009 | 18:17
Ég segi bara eins og Dögg Pálsdóttir segir á sínu bloggi um þetta mál, hjá Framsókn eru ráðherrastólarnir númer 1 og málefnin númer 2. Eða hvað? Einhver ósammála? Að mínu mati er svakalega R-lista-lykt af þessu öllu. Við munum nú hvernig slík samsteypa hagaði sér í Reykjavík á sínum tíma. Fjármálastjórn R-listans fékk falleinkunn í Reykjavík. Óverjandi hallarekstur og skuldasöfnun í mesta góðæri íslandssögunnar. Kemur kannski engum á óvart... alla vega ekki þegar í síðari umræðu um ársreikning Reykjavíkurborgar árið 2006 sagði Svandís Svavarsdóttir (VG):
...það er ekki áhugi á ársreikningum og fjárhagsáætlunum sem dregur mig í pólitík
Ég vil ekki svona óstjórn á Alþingi.
Vill vera í vinstri stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Rétt að draga úr kostnaði
4.3.2009 | 19:35
Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fá í aðdraganda prófkjörsins að senda einn tölvupóst frá Valhöll til sjálfstæðismanna í kjördæminu til að kynna sig og áherslur sínar.
Nokkrir aðrir bloggarar hafa bloggað við þessa frétt... og nýta þeir sér tækifærið til að gagnrýna þessa aðgerð Sjálfstæðisflokksins. Furðuleg skrif að mínu mati.
Þetta mun hins vegar spara frambjóðendum í öllum kjördæmum töluverðar fjárhæðir. Að senda bréf í pósti til tugþúsunda sjálfstæðismanna kostar sitt... ætli kostnaðurinn við hvert bréf sem frambjóðandi sendir sé ekki á bilinu 70-80 krónur. Því ber öllum stjórnmálaflokkum að taka slíka ákvörðun sér til fyrirmyndar og styðja sparnað í kosningabaráttu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að undanförnu nýtt sér rafræna miðla í miklum mæli (dæmi: evropunefnd.is, endurreisn.is, profkjor.is).
Þessu átaki Sjálfstæðisflokksins ber að fagna.
Fá að senda einn tölvupóst frá Valhöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað á að gera?
4.3.2009 | 17:07
Baggalútur gerir grín af frambjóðendum fyrir að misnota slíkar yfirlýsingar án frekari útskýringa um "hvernig" þeir ætla sér að slá skjaldborg um heimilin og fyrirtækin í landinu. Afskaplega fáar hugmyndir hafa verið settar fram. Þessar hugmyndir þurfa ekki að vera endanlegar lausnir. Við þurfum bara að tala saman. Það er enginn einn maður með lausnina.... þannig séð spyr ég: Hvað á að gera?
Lánastofnanir ráða Icelandair | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)