Ánægður með þig Höskuldur

Ég hef sagt það áður hér á bloggi mínu: við verðum að vernda sjálfstæði þingmanna og veita Alþingi alvöru völd á ný. Einstakir ráðherrar og þingmenn voru alveg brjálaðir þegar Höskuldur neitaði að afgreiða eitt mál minnihluta-vinstristjórnar (seðlabankafrumvarpið) í nefnd svo það gæti farið beint í 3. umræðu.

Höskuldur er þingmaður og er einungis að sinna sínu starfi. Hvað er framkvæmdarvaldið eiginlega að hugsa þegar það ræðst svona á einstaka þingmenn fyrir ekki neitt? Vill Steingrímur Joð stjórna Alþingi eins og það sé afgreiðslustofnun framkvæmdarvaldsins? Hér er verið að semja og samþykkja seðlabankafrumvarp á hraðferð. Gott að hafa menn eins og Höskuld sem er augljóslega að fylgjast vel með.

Ég vona að þessi maður verði á þingi eftir kosningarnar í vor!


mbl.is Peningastefnunefnd skal gefa út viðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð Davíðs

DV.IS: Þá sagði Davíð að Sigmar hefði fullyrt við hann fyrir útsendingu að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á Seðlabanka Íslands væri sett fram til höfuðs Davíð. Í samtali við DV ber Sigmar það til baka.„Nei. Það er bara algjörlega rangt,“ segir Sigmar og leggur þunga áherslu á orð sín. „Við vorum nokkur þarna baksviðs og við spurðum hann: Er þetta frumvarp þá bara til að koma þér frá?“Hann segist ekkert hafa rætt það mál frekar við Davíð. „Það var mjög einkennilegt að hann skyldi nota þetta í viðtalinu því hann fór ranglega með mín orð.

 

Hann fór ranglega með þín orð Sigmar? En hvernig hefur þetta nú verið.... hefur aldrei verið farið rangt með orð Davíðs? 

Seðlabankamálið og samningatækni

Beyond reasonNú er ég nemi í alþjóðasamskiptum við HÍ þar sem við lærum meðal annars samningatækni. Hvers konar hegðun er viðeigandi til að hámarka árangur í viðræðum?

Meðal annars er þar farið yfir hugsanlegar afleiðingar óviðeigandi "yfirlýsinga". Hér er alveg ljóst að ný ríkisstjórn hefur með sínum yfirlýsingum og hegðun ekki staðið í "viðræðum". Heldur gert allt brjálað... sem er samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga í samningatækni einmitt það sem á ekki að gera. Til dæmis að senda seðlabankastjórum bréf og fara með það beint í fjölmiðla? Hvaða rugl var það?

Ríkisstjórnin hefur klúðrað þessu seðlabankamáli... ég er ekki með þessu að segja að seðlabankinn hafi gert allt rétt. Hins vegar er það á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að beita réttum aðferðum. Ég legg til að allt þetta fólk sem tengist seðlabankamálinu lesi eftirfarandi bók og geri sér grein fyrir mikilvægi tilfinninga í samningaviðræðum: Beyond reason (ódýr.. einungis kr. 1.980 hjá Bóksölu stúdenta í Háskóla Íslands)


mbl.is Furðar sig á vinnubrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysið burt!

Menn (aðallega Hörður Torfa) hrópa nú á dögum "Davíð burt" en ég vil gjarnan hrópa "atvinnuleysið burt". Það er alveg rétt hjá Gylfa Magnússyni að við getum náð verslun upp á ný. En hvernig verður það hægt með fjölda atvinnulausra nær 20.000? svakalegt atvinnuleysi
mbl.is Verslunin mun rísa á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi?

Hvaða harðræði er þetta í mönnum? Hér er augljóslega ekki verið að tefja málin af óþörfu heldur er þingmaðurinn Höskuldur Þórhallsson að vanda sig í sínu starfi. Er það eitthvað sem ný ríkisstjórn þolir ekki? Ef þingmenn vilja kanna mál betur þá eiga þeir rétt til þess. Við viljum styrkja stöðu þingsins og ein afleiðing þess er að töf eins og þessi getur komið upp. Það er fullkomlega eðlilegt og ætti framkvæmdarvaldið (sem er ekki með alræðisvald hér á landi) að skammast sín fyrir að leggjast svona á Höskuld og saka hann um að vera svokallaður "Davíðsmaður". Svo er það nú annað mál.. að mér finnst menn ekki eitraðir þótt þeir séu vinir eða stuðningsmenn Davíðs.

Illugi Jökulsson var með bloggfærslu um þetta mál á DV.is og notaði einmitt þetta Davíðs-tal. Þvílík vitleysa.


mbl.is Höskuldur í háskaför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl að fresta kosningum

Hvað voru þessir menn (og konur) að hugsa þegar reynt var að fresta kosningum? Á Alþingi er nú verið að ræða stöðu og starfsumhverfi íslenskrar verslunar. Mæli með umræðunni.

...og er það satt að Davíð Oddsson sé gestur í Kastljósi í kvöld?


mbl.is Kosningar verða 25. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignarhald fjölmiðla

Hver ætti að eiga fjölmiðla landsins? Eigum við að takmarka eignarhald einkaaðila? Hvað með hlutverk RÚV og samkeppni ríkis og einkaaðila á fjölmiðlamarkaði? Til að takast á við þetta... þurfum við ekki bara 1 stk Davíð Oddsson og 1 stk lög um fjölmiðla?
mbl.is Þrjú tilboð bárust í Árvakur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Future of the Grassroots Movement


Ánægður með þetta!

Svakalega er ég ánægður með þessa frétta :) Óska þeim sem fá nú að mæta í vinnu og klára tónlistarhúsið til hamingju!
mbl.is Tónlistarhúsið fær grænt ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmyndasamkeppni fyrir fyrirtækin

Í tengslum við síðustu færslu legg ég einnig til að haldin verði hugmyndasamkeppni fyrir íslensk fyrirtæki.
mbl.is 3.500 fyrirtæki stefna í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmyndasamkeppni fyrir heimilin

Hvernig væri nú að tala í lausnum? Geta stjórnmálamenn gert það fyrir okkur? Ég hef t.d. fengið nóg af verðtryggingarkerfinu. Það má vel vera að hagfræðin geti fært rök fyrir því.. en mér finnst þetta kerfi einfaldlega bara vera ósanngjarnt. Svo einfalt er það og ég þarf ekkert að skrifa meira um það.

Það er ekki hægt að eignast neitt hér á landi. Það er ekki hægt að standa undir óverðtryggðu láni á Íslandi... þannig að fólk tekur verðtryggð lán til að eignast heimili fyrir sig og sína (sem er ekki heldur hægt að standa undir). Kemur varla neinum á óvart? Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem á að skilja þessa stöðu fólks... flokkurinn á að skilja þessa ósk um sjálfstæði og mikilvægi þess fyrir einstaklinginn og fjölskylduna að eignast heimili. Ég sé ekki neinn annan stjórnmálaflokk á Alþingi tala eitthvað sérstaklega fyrir frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Ríkið ætti kannski bara að eiga allar fasteignir á Íslandi og við greiðum bara ríkinu leigu? Steingrímur Joð, væri það ekki sniðugt?

Nú er ég sjálfstæðismaður og óska þess að Nýja Ísland muni bjóða upp á samfélag þar sem farið er vel með fé sem skattgreiðendur leggja til, þar sem stjórnmálamenn geri sér grein fyrir eigin ábyrgð og viti hvenær þeir eiga að segja af sér og að lokum þar sem fólki verði tryggt kerfi sem tryggir jákvæða eignarmyndun, við viljum ekki öll verða milljarðamæringar... heldur viljum við bara geta staðið undir kaupum á eigin húsnæði. Sumir vanmeta mikilvægi þess að styðja við sjálfstæðistilfinningu fólks.

Nú eru prófkjör og kosningar framundan og kannski er það ágætis hvatning fyrir íslenska stjórnmálamenn? En nú verður haldin hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Hvernig væri nú að halda hugmyndasamkeppni fyrir íslensk heimili?


mbl.is Heimilin skulda 2.000 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfnin flutt, flugvöllurinn kyrr

Ég skrifaði grein í 24stundir í fyrra þar sem ég tók fyrir nokkrar hugmyndir fyrir hafnarsvæði borgarinnar. Það er ánægjulegt að sjá þetta svæði fá slíka athygli og vonandi verður þetta svæði sett í forgang á næstu árum. En hér er það sem ég skrifaði í fyrra:

Höfnin flutt, flugvöllurinn kyrr!

Svo verður maður bara að óska CCP til hamingju og vonandi verða þeir alltaf hér á klakanum... og þá auðvitað helst hér í Reykjavík! :)


mbl.is CCP með flesta starfsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægður með Gylfa

Er ekki Gylfi bara að standa sig ágætlega? Ég er alla vega sammála þeim sem tala fyrir fjölgun á utanþingsráðherrum.. það er að segja að skipa fleiri ráðherra sem eru ekki þingmenn. En varðandi Bretamálið þá hefði margt mátt betur fara í samningaviðræðum eða samskiptum yfirhöfuð á milli íslenskra stjórnvalda og breskra. Nú er ég nemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands og þar er námsefni sem ætti að vera skyldulesning fyrir þingmenn og ráðherra.
mbl.is Gylfi lofar Bretum engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB bjargar ekki Þýskalandi

Neyðarlög sem veita heimild til að þjóðnýta banka? Er það ekki bara fyrir svona smáríki utan ESB sem kunna ekki á bankarekstur? Af hverju þarf þýska ríkisstjórnin að velta þessu fyrir sér...?
mbl.is Ætla að þjóðnýta banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonir fjölmiðla um drama?

Voru fjölmiðlar kannski að vonast til þess að það yrði drama á fundi viðskiptanefndar Alþingis þar sem Davíð Oddsson mætti sem gestur? Það væri kannski fínt fyrir fréttatíma og spaugstofu. En eins og formaður nefndarinnar segir í þessari frétt: "þetta frumvarp snýst um að setja einn seðlabankastjóra í stað þriggja og svo stofnun peningastefnunefndar."

Er lausn umboðslausu-minnihluta-vinstri-stjórnarinnar að fækka seðlabankastjórum og setja hluti í nefnd? Svakalegt.


mbl.is Ekkert drama í viðskiptanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplýsingaflæði

Í yfirlýsingu frá talsmanni Halliwell frá því í janúar er tilkynnt var um trúlofun parsins, sem kynntist í október, kemur fram að þau séu ekki á hraðferð inn í hjónaband.

 

Sendir þetta fólk út yfirlýsingar um það að "þau séu ekki á hraðferð inn í hjónaband"? Ótrúlegt að það skuli vera markaður fyrir svona upplýsingar. Maður ætti kannski að vera með þetta fólk á Twitter. Þá fæ ég að vita hvenær það borðar, fer á klósettið og hvort þeim finnst léttmjólk betri en nýmjólk.

En bara svo þið vitið það, þá vil ég helst léttmjólk og ég mun í hádeginu fara inn í eldhús og fá mér eitthvað gott að borða.


mbl.is Dreymir um hlýja hjónasæng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög um Seðlabanka Íslands

Mikilvægt: "Núgildandi lög voru samin í heild og nutu stuðnings allra flokka á þingi." Átti kannski Sjálfstæðisflokkurinn einn að geta spáð fyrir um framtíðina? Fram kemur í fréttinni að þær breytingar sem lagðar eru til myndu engu breyta um stöðu eða styrk bankans til að hafa áhrif á atburðarás eins og þá sem varð.

Nú krefst ég þess sem kjósandi að ALLIR FLOKKAR (líka Sjálfstæðisflokkurinn) fari nú að vinna þetta faglega og hætta væli um ómerkileg aukaatriði. Endilega breyta lögunum til að efla Seðlabanka Íslands... en við vitum til dæmis að fjöldi bankastjóra seðlabankans var ekki að valda hruni íslenskra banka heldur voru það aðrir þættir. Því tel ég eftirfarandi athugasemd seðlabankastjóra alvarleg:

Ríkt tilefni væri til að fara yfir skyldur Seðlabankans við slíkar aðstæður, þau úrræði sem honum eru búin og verkaskiptingu stofnana á borð við Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlit, svo dæmi sé tekið. Nú þykir mörgum sem láta sig þessi mál varða og best þekkja til að rétt sé að kanna hvort ekki eig að efla fjármálaeftirlit við yfirsýn og yfirstjórn regluverks á fjármálamarkaði (regulation) en um leið styrkja umsjónarvald og ábyrgð Seðlabanka gagnvart bankalegum þáttum (supervision, inspection) og draga um leið úr gráum svæðum milli slíkra stofnana. Fyrirliggjandi frumvarp tekur ekki með neinum hætti á slíkum þáttum né öðrum jafn brýnum. Þetta eru þó þeir þættir sem mest eru ræddir í þeim löndum sem let hafa í áþekkum efnahagslegum áföllum og Ísland.

mbl.is Gagnrýna Seðlabankafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Twitter.com

twitter screenshotÉg var að skrá mig á Twitter.com. Spurning hvort (hvenær?) þetta twitter-æði kemur til landsins? Ætli margir íslendingar séu komnir þar inn nú þegar?

MySpace, Facebook, Twitter... hvað næst? 


Forsetar og ábyrgð

Eftirfarandi frétt er á Visir.is:

Eiður Guðnason fyrrverandi sendiherra segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafi farið með rangt mál þegar hann bar af sér í Kastljósi ýmis ummæli, sem sendiherra Noregs sagði hann hafi látið falla í hádegisverðarboði erlendra sendiherra í danska sendiráðinu á Íslandi í fyrrahaust, og fræg urðu. Þetta kemur fram í grein Eiðs í Morgunblaðinu. Í boðinu var Ólafur Ragnar meðal annars sagður hafa verið harðorður í garð Breta, Dana og Svía og sagt að Rússum stæðu allar dyr opnar á Íslandi, eins og til dæmis aðstaða á Keflavíkurflugvelli. Norska blaðið Klassekampen birti útdrátt úr skýrslu norska sendiherrans um fundinn og hefur Eiður það eftir öðrum sendiherra, sem sat fundinn, að það, sem birtist í blaðinu af umræddum fundi, sé rétt. 

 

Mun ekki Hörður Torfa mótmæla forseta lýðveldisins og fá hann til að segja af sér? Ólafur Ragnar Grímsson á að vita það að þótt við höfum enga reglu í stjórnarskrá sem bannar forseta að sitja í 16 ár... þá viljum við ekki sama forseta í 16 ár. Það átti að hengja Davíð Oddsson fyrir eitt Kastljósviðtal... en Ólafur Ragnar má bara kjafta eins og hann vill?

Nýja Ísland þarf nýjan forseta. 


Myndbandið - Latabæ og Lil Jon blandað saman

Ég skil vel af hverju þeir hjá Latabæ vilja fá þetta myndband af netinu:

 

 En svona er oft gert með vinsælt sjónvarpsefni. Þeir krúttlegu Teletubbies hafa til dæmi verið teknir með svipuðum hætti:

 


mbl.is Latabæ og Lil Jon blandað saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband