Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Höfum búið við mjög góða ríkisstjórn
3.5.2007 | 18:38
Í könnun sem kynnt var í dag kemur fram, að íslenskir áhrifavaldar treysta stjórnvöldum betur en viðskiptalífinu. Sagði hún líklegra að viðskiptalífið hefði ekki enn fengið nægan tíma til að ávinna sér traust, en vöxtur viðskiptalífsins á Íslandi hefði verið gífurlegur á mjög skömmum tíma.
Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs íslands, segir einnig í sama viðtali: Við búum í samfélagi þar sem stjórnin hefur setið lengi, og hér hefur skapast afskaplega gott umhverfi (...) við höfum búið við mjög góða ríkisstjórn.
Traust til stjórnvalda er mikilvægt fyrir lýðræðið. Samkvæmt fjölda lýðræðiskenninga er það algjört grundvallar atriði að fyrir liggi traust í garð stjórnvalda/stjórnmálamanna. Það má einnig nefna að formaður Sjálfstæðisflokksins er sá stjórnmálamaður á Íslandi sem mælist með mesta traust almennings.
Það er ekki þannig að við búum í einhverju glæpasamfélagi þar sem allt er að fara til fjandans. Stjórnmálaflokkar vinstrimanna reyna að láta það koma þannig fram. Því hvað annað en óánægja nær Sjálfstæðisflokknum frá völdum? Vinstriflokkarnir þurfa á þessari óánægju að halda í kosningabaráttunni og búa hana þess vegna til að mörgu leiti. Ég segi "að mörgu leiti" vegna þess að ég átta mig alveg á því að núverandi ríkisstjórn er ekki fullkomin enda er hún ekki skipuð einungis sjálfstæðismönnum.
Baugsmálið neikvætt fyrir viðskiptalífið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hussein næsti forseti Bandaríkjanna!
1.5.2007 | 09:23
Barack Hussein Obama Jr. fæddist í Honolulu(Hawaii) árið 1961. Hann er stjórnmálafræðingur og sérhæfður í alþjóðasamskiptum. Bætti einnig við gráðu frá Harvard Law School. Nokkrum árum seinna, 1996, var hann kjörinn þingmaður í ríkinu Illinoi. Demókratar fengu meirihluta á þingi þessu og Obama tók við ýmsum formannsstörfum og nefndarstörfum. Til dæmis hefur hann starfað mikið í utanríkisnefnd þingsins og hefur þannig séð náð sér í mikla og dýrmæta reynslu í alþjóðastjórnmálum með því að ferðast og fræðast um alþjóðastjórnmál. Obama hefur heimsótt og hitt leiðtoga í löndum eins og Jordaníu, Kuwait, Írak, Ísrael, Rússlandi, Úkraínu og Azerbaijan svo einhver lönd séu nefnd. Margir gagnrýndu George W. Bush og Bandaríkjumenn almennt fyrir að vera reynslulaus í alþjóðamálum. En ekki er hægt að segja það um Obama, langt frá því.
Málamiðlari, ungur og kraftmikill
Obama hefur einnig verið þekktur fyrir að vera málamiðlari, geta aflað sér stuðnings og starfað vel með bæði demókrötum og repúblikunum. Þetta er hæfileiki sem hefur ekki alveg verið rauði þráðurinn gegnum bandaríska forsetaembættið gegnum tíðina. Hann hefur tekið þátt í mörgum lagafrumvörpum og komið sínum málum í gegn. Obama er þekktur fyrir að vera man of action. Þannig séð á Obama sér bjarta framtíð í stjórnmálum og góða möguleika í prófkjörskosningum demókrata þótt hann sé ungur(sem þýðir í stjórnmálum: reynslulaus). Getum kannski til gamans sagt að hann sé einn Guðlaugur Þór þarna í stóru Bandaríkjunum. Þeir reyndu og gömlu vilja halda í embættin sín, en ungi Barack Obama hefur hingað til ekki látið við sér hreyfa.
Eitt annað áhugamál hans hefur verið að starfa í þágu fátækra í landi sínu, bæði sem stjórnmálamaður og sem háskólanemi í sjálfboðavinnu. Þetta er fjölskyldumaður og hann hefur mikla trú á því að bæta menntun í landinu og gefa öllum tækifæri til að ná árangri í lífi sínu.
Forsetaframbjóðandi?
Varðandi forsetaframboð þá ætlaði hann sér ekki að reyna að verða forsetaframbjóðandi Demókrata í næstu forsetakosningum, þar sem Obama svaraði þeirri spurningu neitandi í janúar á þessu ári (2006). Hann ætlar að klára sitt kjörtímabil sem senator. En núna nýlega í október sagði Obama eftirfarandi:
I dont want to be coy about this, given the responses that Ive been getting over the last several months, I have thought about the possibility. But I have not thought [...] about it with the seriousness and depth that I think is required. My main focus right now is in the '06(Elections for the United States House of Representatives) and making sure that we take the Congress. [...] after November 7, Ill sit down [...] and consider, and if at some point, I change my mind, I will make a public announcement and everybody will be able to go at me.
Hann neitar þar með að taka afstöðu til málsins í dag, en ætlar að gefa frá sér tilkynningu eftir kosningarnar sem fara fram í bandaríkjunum á morgun, þriðjudag 7.nóvember (2006). Sérfræðingar hafa sagt að Obama eigi meiri möguleika árið 2008 en til dæmis 2012 eða seinna. Ásamt Hillary Clinton er hann einn af þeim vinsælustu innan demókrataflokksinns (núna vinsælastur). Ég er enginn sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, en það kæmi mér ekki á óvart ef Sentor Obama yrði President Obama. Annar möguleiki væri Hillary Clinton sem forseti og Obama sem varaforseti, sem ég persónulega hefði gjarnan vilja sjá standa með sigur í næstu forsetakosningum Bandaríkjanna.
Eins og sést hér fyrir neðan, þá átti hann sér nokkuð öruggan sigur árið 2004. Hvort hann eigi eftir að eiga jafn öruggan sigur í næstu kosningum, eigum við nú bara eftir að sjá.
2004 general election for U.S. Senate
- Barack Obama (D), 70%
- Alan Keyes (R), 27%
- Albert J. Franzen (I), 2%
- Jerry Kohn (L), 1%
- - - - - - - - - -
Þennan pistil skrifaði ég haustið 2006 og birti hann meðal annars á deiglunni. Ég nefni þarna neðst að Hillary gæti einnig verið forseti með Obama sem varaforseta. Það má breyta þessu í Obama sem forseta og Hillary sem varaforseta. Fylgi Obama Mælist nú meira en Clintons. En samkvæmt könnunum þá eru margir ennþá óákveðnir hvað varðar Obama, vilja kynnast honum betur. Þannig séð mun ég spá því að fylgi hans fari aukandi á næstunni. Eins og Krissi félagi minn hefði sagt: Klassi!
Obama 2008:
www.barackobama.com
www.myspace.com/barackobama
Fylgi Obama mælist nú meira en Clintons | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Darfur ekki á dagskrá?
30.4.2007 | 22:00
Dvöl friðargæsluliðs SÞ í Súdan framlengd til 31. október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samfó og Vinstri grænó í stjórn?
27.4.2007 | 20:35
Óska VG til hamingju með þetta fylgi. Það er alveg klárt mál að jafnaðarmenn á Íslandi hafa ekki fundið sér einn sterkan flokk, sem átti nú að vera Samfylkingin. Kannski finna sér nýtt nafn? T.d. "Fylkingin".
Ríkisstjórnin virðist nú ekkert vera í neinni hættu. Það virðist samt vera einhver pirringur í framsóknarmönnum, þannig að ég held að það sem verður spennandi er hvort sjálfstæðismenn ákveða að fara aftur í stjórn með framsóknarmönnum. Ef þetta verða úrslit kosninga, þá er nokkuð öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn verði þar í forystu.
Nema Samfylkingin, VG og Framsóknarmenn ná saman? :P
Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Obama 2008
27.4.2007 | 09:42
Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með honum Barack Obama. Allt virðist ganga mjög vel og hann hefur klárlega náð sér í góðan PR-fulltrúa.
Hann hefur sýnt það að hann hefur nægilega reynslu og þekkingu til að geta verið forseti. Með Obama sem forseta í Bandaríkjunum, þá er ég nokkuð viss um að miklar breytingar verði á alþjóðastjórnmálunum. Það eru, að mínu mati, mikil þörf fyrir bætt samskipti og nýja aðferðafræði hvað varðar utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Til að það geti tekist þá þarf nýtt fólk inn í Hvíta Húsið, ekki gamla forsetaparið aftur. Hillary Clinton er flott kona og flottur stjórnmálamaður. En það er einfaldlega bara rangt að senda Clinton hjónin aftur í Hvíta Húsið. Þau fengu sín átta ár.
Barack Obama
www.barackobama.com
Hillary Clinton
www.hillaryclinton.com
www.myspace.com/hillaryclinton
Demókratar tókust á í sjónvarpskappræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað mun þetta kosta?
24.4.2007 | 10:45
Ég skil ekki hvernig Norðmenn, með þessum samningi, eru að vernda sjálfstæði Íslendinga. Það er nú einmitt þannig að á friðartímum er varla þörf fyrir slíkri hernaðarlegri vernd. Í fréttagreininni á mbl.is er sagt frá því að: "Norsk stjórnvöld hafi undirstrikað, að samkomulagið megi ekki túlka með neinum hætti þannig að Norðmenn axli ábyrgð á vörnum Íslands komi til hernaðar heldur hafi Bandaríkin og NATO eftir sem áður þá ábyrgð." Nato og Bna bera einmitt ábyrgðina hvað varðar fullveldisvernd Íslendinga. Þannig séð er einfaldlega rangt að segja að Norðmenn vilja með þessu vernda íslenskt sjálfstæði eða fullveldi.
En það virðist nú ekki vera hægt að gera mikið núna, þar sem þeir virðast vera komnir með drög að samningi og eru að fara skrifa undir. Það sem ég vill þá fá að vita er hvað þetta mun kosta íslenskum skattgreiðendum. Það væri gaman ef íslenskir fjölmiðlar mundu reyna finna út úr því fyrir okkur. Það getur ekki verið að Norðmenn ætla sér að gefa Íslendingum þessa "flottu fullveldisvernd" ókeypis?! Norski herinn á nú þegar erfitt með að fjármagna sína starfsemi og get ég ekki séð hvernig þeir ætlast til að fjármagna þessar aðgerðir sjálfir.
Mín skoðun er sú að við eigum að dýpka samstarf okkar við nágrannaþjóðir á sviði varnar- og öryggismála. En það á að vera á borði landhelgisgæslunnar þegar kemur að þátttöku Íslendinga. Við eigum að efla okkar eigin landhelgisgæslu til að ávallt geta boðið íslenskum skattgreiðendum(þeir sem borga reikninginn) upp á góðu þjónustu á sviði varnar- og öryggis. Ekkert mál að gera samkomulag um sameiginlega þjálfun og auknu samstarfi um björgunarmál.
Hvar eru svo þeir sem mótmæltu viðveru Bandaríkjamanna á Miðnesheiðinni? Af hverju er þessu ekki mótmælt? Eru þeir ekki alvöru herstöðvaandstæðingar?
Samstarf við Norðmenn um öryggismál gildir aðeins á friðartímum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sarkozy vs. Royal
22.4.2007 | 13:42
Það verður nú fínt fyrir Frakka að geta kosið sér nýjan forseta. Nýi forsetinn tekur við af Jacques Chirac, sem verið hefur forseti Frakklands undanfarin 12 ár. Kannski ekki alveg heppilegt að vera með sama forseta í yfir áratug. Það er nú ástæða fyrir því að Bandaríkin hafa sett takmörk hjá sér þar sem bandarískur forseti getur einungis setið 2xkjörtímabil(8 ár).
En ég hef því miður ekki náð að fylgjast vel með þessari kosningabráttu, en maður getur nú ekki gert annað en að vona að hægri sigri vinstri. Vonandi verður Nicolas Sarkozy næsti forseti Frakklands. Hann er fulltrúi miðju-hægri stjórnmálanna, sem ætti nú að vera besti kostur Frakka.
En þessi kosning er einnig mikilvæg fyrir okkur. Úr frétt á bbc.co.uk:
"Whoever wins, says the BBC's diplomatic correspondent Jonathan Marcus, it will mark a change of political generation and perhaps a shift in French international priorities, making this election matter even to those outside France."
Kjörstaðir opnaðir í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekki sammála
21.4.2007 | 13:14
Það á ekki að gera kröfur um að götumynd haldi sér og verði sem næst því sem var. Það er einfaldlega bara rangt að Borgin verði að fara í þessi kaup til að hraða uppbyggingu. Ef það kviknar í húsinu mínu... ætlar borgin að koma og kaupa það til að "hraða uppbyggingu"?
Það er auðvita leiðinlegt þegar svona kemur fyrir í hjarta borgarinnar, en þetta er ekkert annað en mál einkaaðila!
MBL.IS: Reykjavíkurborg vill kaupa hús sem urðu eldi að bráð
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
State of the Union, 2007
20.4.2007 | 14:21
Fríverslunarviðræður Íslendinga valda skjálfta
18.4.2007 | 19:13
Þetta sýnir okkur hvernig Ísland getur hagnast verulega á því að starfa sjálfstætt og ekki láta ESB taka slíkar ákvarðanir fyrir sig. Ef Ísland væri aðili að ESB, þá væri það einfaldlega bara þannig að sambandið hefði neitað Íslendingum að fara í þessu viðskipti. Sambandið og Ísland deila ekki sömu áhyggjum eins og sést vel í þessu máli. Íslendingar vilja nýta sér tækifærin þegar þau eru til staðar... mun aðild að ESB kannski fækka tækifærum fyrir Ísland?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)